Hvað er að vera Íslendingur?:
Verkefni

Ítarefni:
Auðlindir
EFTA
Evrópusambandið
Hvar búa Íslendingar?
Ísland og alheims-samfélagið
Ísland og Nato
Kreppan mikla
Mannréttindi og SÞ
Nato og kalda stríðið
Nýtt eða gamalt land?
Öryggisráð SÞ og friðargæsla
Sameinuðu þjóðinar
Sérstofnanir SÞ
Verndarstefna eða fríverslun

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
XSamastaður í heiminum
  Sérstofnanir SÞ
 

Oftast vekja átakafundir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna mesta fjölmiðlaeftirtekt. Innan sérstofnanna Sameinuðu þjóðanna fer fram mjög umfangsmikil vinna í þágu friðar í heiminum, en sú vinna er sjaldan í aðalfréttum fjölmiðla. Mjög mikið af starfsemi Sameinuðu þjóðanna er unnin innan sérstofnana þess.

Menningarmálastofnunin UNESCO
Eitt helsta markmið UNESCO er að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að auka samvinnu ríkja heims á sviði menntunar, vísinda, menningar og fjölmiðlunar. UNESCO hefur látið mest til sín taka á sviði menntunar, þar sem stærsta verkefnið hefur verið að útrýma ólæsi í heiminum.

UNESCO hefur einnig lagt sig fram við að tryggja að verðmætar menningar- og náttúruminjar verði ekki tortímingu að bráð og það verði sameiginleg ábyrgð þjóða heims að vernda þær. Fullveldi hvers ríkis og eignarréttur þess samkvæmt landslögum er að fullu virtur en aðildarríki viðurkenna að þær menningar- og náttúruminjar sem settar eru á heimsminjaskrá séu alþjóðlegar og að skylda hvíli á þjóðum heims að vernda þær. Það tekst þó ekki alltaf sem skyldi, eins og þegar Talíbanar eyðilögðu Búddalíkneskin í Afganistan, í trússi við allar alþjóðasamþykktir og ályktanir, meðal annars frá Menningarmálastofnuninni. Þú getur lesið nánar um þennan atburð á fréttavefjum CNN og BBC.

Vinnuhópur á vegum norrænu umhverfisráðherranna hefur unnið að sameiginlegum tillögum um staði á Norðurlöndum sem setja ætti á heimsminjaskrána. Ýmsir staðir á Íslandi hafa verið nefndir í því sambandi, meðal annars Þingvellir, Víðimýrarkirkja í Skagafirði, Snorralaug í Reykholti, Surtsey og Mývatn.

Alþjóðavinnumálastofnunin ILO
ILO sér um alþjóðleg verkefni sem miða að því að betrumbæta atvinnu- og lífsskilyrði fólks, fjölga atvinnutækifærum og efla mannréttindi. Eitt af mikilvægustu verkefnum ILO er að undirbúa árleg þing með alþjóðlegum verkalýðsfélögum og að fylgja eftir samþykktum þingsins á viðmiðum fyrir atvinnulífið. Meðal baráttumála og samþykkta ILO á síðustu árum hafa verið grundvallarréttindi verkafólks, svo sem rétturinn til að stofna verkalýðsfélög og semja sameiginlega, bann við nauðungarvinnu og notkun ófrjáls vinnuafls, bann við barnavinnu og bann við ólögmætri mismunun á vinnumarkaði.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO
Mikilvægasta markmið WHO er að stuðla að sem bestu heilsufari meðal íbúa heimsins. Með heilsufari á WHO við líkamlega, andlega og félagslega vellíðan en ekki bara það að fólk sé ekki veikt. WHO skipuleggur og samhæfir heilbrigðiskerfi bæði innan hvers einstaks lands og eins á alheimsvísu í náinni samvinnu við ríki heims. WHO stuðlar að rannsóknum innan læknavísinda og kemur þekkingu á framfæri, berst gegn útbreiðslu bráðsmitandi sjúkdóma, safnar upplýsingum um heilbrigðisástand í ríkjum heims og margt fleira. WHO veitir einnig ríkjum heims neyðaraðstoð.

Matvæla og landbúnaðarstofnunin FAO
Markmið FAO er að bæta fæðu og lífsskilyrði allra íbúa heimsins. FAO vinnur að því að efla framleiðslu og stuðla að betri dreifingu matvæla og annarrar landbúnaðarframleiðslu ásamt því að bæta lífsskilyrði á jaðarsvæðum. FAO tekur þátt í uppbyggingarstarfi um víða veröld og veitir neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara.

Alþjóðabankinn
Hlutverk Alþjóðabankans er að vera milliliður þróaðri landa í að veita fátækari löndum heims lán í því skyni að bæta lífsskilyrði þeirra. Bankinn gerir strangar kröfur og setur oft kvaðir um stýringu efnahagsmála í viðkomandi ríki sem skilyrði fyrir láni.