Eftir seinni heimsstyrjöld hófst
nýr kafli í efnahagslegri samvinnu á milli
margra landa í Vestur-Evrópu. Ein mikilvægasta
hugmyndin að baki þessarari samvinnu var að sterk
efnahagsleg tengsl myndu tryggja friðinn á milli gamalla
fjenda í Evrópu, sérstaklega Þjóðverja
og Frakka. Árið 1951 mynduðu Frakkland, Vestur-Þýskaland,
Ítalía, Holland, Belgía og Lúxemborg
Kola- og stálbandalagið. Með þessari aðgerð
var búið að tengja saman á milli landanna
þann iðnað sem hafði staðið undir hergagnaframleiðslunni.
Árið 1957 komust þessi sömu ríki að
samkomulagi um friðsamlega notkun kjarnorku og sama ár
skrifuðu þau undir stofnsamning um Evrópusambandið,
sem kallaður er Rómarsáttmálinn. Á
árunum þar á eftir gengust löndin undir
samkomulag um einn sameiginlegan markað. Allir tollar voru afnumdir
á milli landanna, en jafnframt settir tollar á vörur
sem komu frá löndum sem stóðu utan Evrópusambandsins.
Um 1960 juku löndin stjórnmálalega
samvinnu sín á milli. Þau komu á fót
sameiginlegri landbúnaðarstefnu og stofnuðu nýjar
stjórnmálalegar stofnanir innan sambandsins: Ráðherranefndina,
Framkvæmdanefndina, Evrópuþingið og Evrópudómstólinn.
Þessar yfirþjóðlegu stofnanir Evrópusambandsins
urðu fljótlega að mjög voldugum valdakjarna
innan Evrópu. Ástæðan var ekki síst
sú að fleiri ríki gengu í bandalagið:
Bretland, Danmörk, Írland og Grikkland árið
1973, Grikkland árið 1981 og Spánn og Portúgal
árið1986.
Eftir árið 1970 tók samvinna
ríkja Evrópusambandsins til sífellt fleiri
þátta, svo sem byggðastefnu, gjaldeyris-, fiskveiði-
og utanríkismála. Sífellt algengara var að
Evrópusambandslöndin kæmu fram sem einn aðili
gagnvart öðrum alþjóðlegum stofnunum eins
og Sameinuðu þjóðunum og NATO. Samvinnan innan
sambandsins var þó ekki með öllu áfallalaus.
Efnahagskreppur, atvinnuleysi og vaxandi félagsleg vandamál
urðu til þess að aðildarlöndin gripu til
fjölmargra aðgerða til að vernda eigin markað
og atvinnulíf. Samhliða þessu mættu Evrópusambandslöndin
stöðugt vaxandi samkeppni frá Japan og Bandaríkjunum.
Til að mæta vaxandi utanaðkomandi
samkeppni ákváðu Evrópusambandslöndin
að styrkja efnahagslega samvinnu sín á milli enn
frekar. Með einingarlögunum frá 1986 var ákveðið
að koma á fót nýjum innri markaði,
sem tók gildi 1. janúar 1993. Í þessum
nýja samningi, sem stundum hefur verið kallaður fjórfrelsið,
var kveðið á um frjálst flæði vöru,
þjónustu, vinnuafls og fjármagns milli landanna.Til
að gera samninginn að veruleika urðu öll aðildarlöndin
að afnema öll lög og reglugerðir sem hindruðu
frjálsa samkeppni innan sambandsins.
Eftir sameiningu Austur- og Vestur- Þýskalands
í eitt ríki árið 1990 óskuðu
mörg Evrópusambandslönd eftir því
að gera bandalagið að enn sterkara efnahagslegu stórveldi
en það var þegar orðið. Því
hittust forsætisráðherrar landa Evrópusambandsins
í hollenska smábænum Maastricht árið
eftir og skrifuðu undir nýjan sáttmála.
Í honum fólst enn nánara samstarf. Ákveðið
var að löndin skyldu taka upp einn sameiginlegan gjaldmiðil
- Evruna- og auka samstarf í utanríkis- og varnarmálum.
Forsætisráðherrarnir ákváðu líka
að Evrópusambandið skyldi hafa ákvörðunarvaldi
innan margra nýrra málaflokka, eins og til dæmis
vinnumálalög-gjafarinnar. Nú var kosið um
sífellt fleiri mál innan Evrópusambandsins,
sem aðildarlöndin höfðu áður tekið
ákvarðanir um.
Með undirritun Rómarsamningsins árið
1957 var Efnahagssamband Evrópu (sem síðar varð
að Evrópusambandinu) stofnað. Stofnríkin voru:
Frakkland, Ítalía, Vestur-Þýskaland og
Benelúxlöndin þrjú, Holland, Belgía
og Lúxemborg. Brussel, höfuðborg Belgíu var
á þeim tíma lítil borg í smáríki,
en vegna hagkvæmrar legu var hún valin sem "höfuðborg"
Evrópusambandsins.
Mörg aðildarlanda Evrópusambandsins
voru ekkert sérstaklega áfjáð í
að afsala sér of miklum völdum í hendur Evrópusambandsins.
Bæði Danmörk og Bretland settu ýmsa fyrirvara
um margar af ályktununum Maastricht-samkomulagsins. Löndin
vildu að Evrópusambandið tæki meira tillit
til hagsmuna hvers einstaks lands innan sambandsins. Þau höfðu
sem sagt ekki áhuga á að sambandið þróaðist
upp í að verða að einu ríki að fyrirmynd
Bandaríkja Norður-Ameríku. Þar með spruttu
upp miklar umræður milli landa bandalagsins um hvernig
ætti að hrinda samþykktum bandalagsins í
framkvæmd. Til dæmis hafa nokkur lönd innan Evrópusambandsins
neitað að hætta með eigin gjaldmiðil og hafa
því ekki tekið upp Evruna.
Árið 1995 gengu Finnland, Austurríki
og Svíþjóð í Evrópusambandið
og árið áður hafði sambandið opnað
fyrir möguleika á að mörg lönd Austur-Evrópu
gætu sótt um aðild. Nýjustu upplýsingar
um það hvaða ríki hafa sótt um, og hvaða
umfjöllun umsókn þeirra hefur fengið, má
finna á heimasíðu
Evrópusambandsins.
|