Hvað er að vera Íslendingur?:
Verkefni

Ítarefni:
Auðlindir
EFTA
Evrópusambandið
Hvar búa Íslendingar?
Ísland og alheims-samfélagið
Ísland og Nato
Kreppan mikla
Mannréttindi og SÞ
Nato og kalda stríðið
Nýtt eða gamalt land?
Öryggisráð SÞ og friðargæsla
Sameinuðu þjóðinar
Sérstofnanir SÞ
Verndarstefna eða fríverslun

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
XSamastaður í heiminum
  Auðlindir
 
Þótt öll ríki heims reyni til hins ýtrasta að halda yfirráðum og stjórn yfir eigin landssvæði, er það ekki nóg. Þau berjast einnig fyrir réttlátri skiptingu auðæfa jarðar og eins miklu viðskiptafrelsi og unnt er. Fjölmargir þættir hafa áhrif á hvort hverju ríki tekst að ná þessum markmiðum eða ekki. Í fyrsta lagi skipta landfræðilegir þættir miklu máli, svo sem veðrátta, landbúnaðarsvæði, orkumál og náttúruauðlindir. Ísland er ríkt af orku og Íslendingar búa við ein gjöfulustu fiskimið veraldar, en að öðru leyti er landið snautt af auðlindum.

Íbúafjöldi hefur líka mikil áhrif á stöðu hvers lands og möguleika þess í alheimssamfélaginu, en er samt ekki afgerandi. Gæði opinberrar þjónustu, sérstaklega í menntakerfinu, hefur meiri áhrif vegna þess að þar er lagður grunnurinn að allri þróun atvinnulífsins. Eins skiptir samgöngu- og samskiptakerfi og áhrifaríkt stjórnunarfyrirkomulag miklu máli.
Ríki sem býr við heilbrigt efnahagskerfi og stöðugleika í stjórnmálum styrkir stöðu sína í alþjóðlegu valdabaráttunni. Það sama á við um ríki sem hafa dugmikla leiðtoga sem jafnframt hafa breiðan stuðning meðal landsmanna. Þá styrkir það einnig stöðu ríkis ef ríkisstjórn þess ræður yfir öflugri utanríkisþjónustu. Það er nefnilega mjög mikilvægt fyrir ríkisstjórnir að hafa góða þekkingu á aðstæðum í öðrum löndum, áður en þær móta utanríkisstefnu sína.

Þegar eitt ríki vill koma skoðunum sínum á framfæri gagnvart öðrum þjóðum, notar það fyrst og fremst diplómatískar aðferðir. Með þessu er átt við að ríkið beitir sendiráðunum eða ræðismönnum sínum í öðrum löndum við að koma skoðunum sínum á framfæri eða ef það vill semja um lausn ákveðinna vandamála. Viðræðurnar fara fram á fundum þar sem fulltrúar beggja aðila eru staddir og eins koma til skrifleg skoðanaskipti á milli viðkomandi aðila. Viðræðurnar enda oft með samkomulagi milli málsaðila, til dæmis um viðskiptasamninga eða fiskveiðisamninga. Í mörgum tilfellum eiga viðræðurnar sér stað innan alþjóðlegra stofnanna, eins og til dæmis Evrópusambandsins eða Sameinuðu þjóðanna, en um báðar þessar stofnanir er fjallað annars staðar.