Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

1 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Kennsluleiðbeiningar fyrir leikskóla með samtalsspjöldum LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – Í LEIKSKÓLANUM

2 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | 2 >> KROPPEN MIN EIER JEG – I BARNEHAGEN „LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – Í LEIKSKÓLANUM“ Útgefandi: Barnaheill, 2020 Ritstjóri: Silje Vold Ritstjóri íslenskrar útgáfu: Sigrún Sóley Jökjulsdóttir MMS og Linda Hrönn Þórisdóttir hjá Barnaheill Verkefnastjóri: Elin Halleland, Curiarus AS Myndskreytingar: Bivrost Film Grafísk hönnun: brodogtekst.no Þakkir á Íslandi fyrir góð ráð og yfirlestur: Barnaheill Barna- og fjölskyldustofa Íslensk þýðing: Skopos, þýðingsstofa Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Umbrot: Menntamálastofnun TEIKNIMYNDIRNAR „LÍKAMI minn tileyrir mér“ Leikstjórn: Trond Jacobsen og Marianne Müller Handrit: Marianne Müller og Stine Kühle-Hansen Sögumaður: Tobias Santelmann Aðalteiknarar: Toms Burans, Arnis Zemitis, Kerija Arne Verkefnastjóri hjá Barnaheillum í Noregi: Silje Vold Verkefnastjóri hjá NRK Super: Joakim Vedeler Framleiðendur hjá Bivrost Film: Trond Jacobsen og Ilze Burkovska Jacobsen LEIÐBEININGABÆKLINGUR MEÐ SAMTALSKORTUM VIÐ ÞÖKKUM ÖLLUM SEM LÖGÐU VERKEFNINU LIÐ Verkefnastjóri og skólahjúkrunarfræðingur Elin Halleland. Eftirtaldir leikskólar í Noregi voru ráðgefandi um efnið. Tromsø: Breivika Studentbarnehage, Gyllenvang Barnehage Sortland: Strand Barnehage, Kleiva Barnehage, Vestmarka Barnehage Nordre Follo: Haukeliveien Barnehage, Greverudlia Barnehage, Bråten Barnehage Oslo: Oppsaltunet Barnehage, Husmannsplassen Barnehage, Bydel Østensjø, Eventyrbrua Steinerbarnehage Sveio: Bua Kultur- og Friluftsbarnehage, Espira Solkroken Barnehage, Vennesla: Solsletta Barnehage, Øvrebø Barnehage, Snømyra Barnehage, Harestua Barnehage Lene Sivertsen, stjórnandi hjá Støttesenter mot incest og seksuelle overgrep (stuðningsmiðstöð vegna sifjaspella og kynferðisbrota), Troms. (Smiso Troms) Marianne Fehn, ráðgjafi, foreldraráði leikskóla (FUB) Elisabeth Walsøe Lehn, kennari, Dronning Mauds Minne Høgskole Margrete Wiede Aasland, meðferðaraðili, sérfræðingur í kynlífsráðgjöf, fyrirlesari, leikskólakennari og rithöfundur Pia Friis, leikskólakennari, ráðgjafi í Kanvas-færni og rithöfundur Øyvind Valrygg, Utsattmann (norsk samtök karla sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum) Harald Dean, uppeldisfræðingur, ráðgjafi hjá Stine Sofies Stiftelse Ole Morten B. Mouridsen, leikskólakennari, ráðgjafi hjá Stine Sofies Stiftelse Therese Michelet, rekstrarstjóri hjá sveitarfélaginu Nordre Follo Stine Kühle Hansen, kennari, kynfræðingur og handritshöfundur „Líkami minn tilheyrir mér“. WINNER

3 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI EFNISYFIRLIT Formáli......................................................................................................................... 4 Inngangur. ................................................................................................................... 5 Um „Líkami minn tilheyrir mér“.............................................................................. 6 Yfirlit yfir samtalsspjöld ........................................................................................... 7 Verkleg útfærsla......................................................................................................... 8 Undirbúningur............................................................................................................ 9 Áhættuþættir og útsetning fyrir ofbeldi.............................................................12 Samtalsspjöld um kynferðisofbeldi......................................................................13 Aðrar spurningar sem geta komið upp hjá börnum. ........................................16 Hvers vegna eiga margir fullorðnir erfitt með að tala við börn um kynferðisofbeldi?..............................................................................................17 Hvernig á að mæta og fylgja eftir börnum sem segja frá? .............................19 Ef þú hefur áhyggjur af barni.................................................................................19 Hvar og hvenær á að eiga samtal?.......................................................................20 Hvernig á samtalið að fara fram?.........................................................................20 Hvernig á að vísa tilkynningunni áfram og hvert?............................................23 Hvernig á að huga að barninu eftir samtalið?. ..................................................24 Þegar barn brýtur á öðru barni.............................................................................25 Tilkynningaskyldan..................................................................................................26 Hvar er hægt að fá hjálp?.......................................................................................27 Hvar er hægt að fræðast meira?...........................................................................27

4 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | FORMÁLI Takk fyrir að nota námsefnið „Líkami minn tilheyrir mér“ Námsefnið inniheldur þessar kennsluleiðbeiningar, teiknimyndirnar „Líkami minn tilheyrir mér“ og samtalsspjöld sem hægt er að nota í vinnu með 4–6 ára leikskólabörnum. Árið 2017 hófst samstarf Barnaheilla í Noregi við Bivrost Film og NRK Super um framleiðslu á teiknimyndunum „Líkami minn tilheyrir mér“. Þær fjalla um kynferðisofbeldi gegn börnum eru þessar kennsluleiðbeiningar unnar af Barnaheill í Noregi. Teiknimyndirnar og leiðbeiningarnar hafa verið notaðar í grunnskólum víðs vegar í Noregi og vakið mikla athygli. Barnaheill hafa fengið fjölda tilkynninga um að þættirnir komi á framfæri mikilvægri þekkingu bæði barna og fullorðinna og stuðli að því að fyrirbyggja og veita upplýsingar um kynferðisofbeldi gegn börnum. Mikill fjöldi beiðna barst til Barnaheilla frá leikskólum sem einnig vildu nýta sér „Líkaminn minn tilheyrir mér.“ Því voru þróaðar nýjar leiðbeiningar sem miðaðar eru sérstaklega fyrir leikskóla. Í ferlinu var náið samstarf haft við leikskóla víðsvegar í Noregi. Kallað var eftir reynslusögum og dæmum um góða starfshætti frá leikskólum sem hafa notað mismunandi leiðir til að tala um ofbeldi við börn. Því næst var gerð áætlun í tilraunaskyni, sem var prófuð í leikskólum ásamt teiknimyndunum. Endanleg útgáfa kennsluleiðbeininganna var svo aðlöguð í samræmi við reynslu og endurgjöf frá leikskólunum sem prófuðu efnið. Ísland fékk leyfi til að þýða kennsluleiðbeiningar frá Barnaheill í Noregi og talsetti myndirnar á íslensku í samstarfi við RUV. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Til þess að börn geti notið réttar síns til verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi þurfum við að fá alla þjóðina með okkur í í lið. Við þurfum á þér að halda. Með því að nota þessar kennsluleiðbeiningar miðlar þú mikilvægri fræðslu til barna. Fræðslu sem eykur öryggi barnanna. Þakka þér fyrir að taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á börnum! Kær kveðja, Barnaheill á Íslandi og Menntamálastofnun

5 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI INNGANGUR Ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum þeirra samkvæmt Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir líkamlega og andlega heilsu barna. Á Íslandi hefur tilkynningum til barnaverndar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum aukist mikið á síðastliðnum árum en árið 2021 voru þær 39,8% fleiri en árið á undan og 51,6% fleiri en árið þar á undan Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda á árunum 2019 –2021. Í sífellt fleiri tilfellum er tilkynnt vegna kynferðislegs ofbeldis gegn stúlkum en árið 2021 var hlutfallið 72,9% stúlkna á móti 27,1% drengja. Beiðni um þjónustu í Barnahúsi hefur aukist á undanförnum árum samkvæmt skýrslu Barnaverndarstofu 2022. Rannsóknarviðtölum hefur fjölgað og er hlutfall stúlkna sífellt að aukast. Helmingur þeirra barna segir aldrei neinum frá ofbeldinu og 4 af hverjum 5 leita ekki til neins í sínu stuðningskerfi og segja frá. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að börn segja ekki frá þegar þau verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Oft vita börn ekki að það sem þau verða fyrir er ólöglegt eða þau halda að ofbeldið sé þeim sjálfum að kenna. Sum börn óttast afleiðingar þess að segja frá og vita ekki hvers konar hjálp er í boði. Mörg börn segjast líka hafa reynt að segja frá en enginn hafi hlustað. Stundum hefur fullorðna fólkið næst þeim ekki tekið frásögn þeirra alvarlega. Þess vegna þurfa börn fræðslu um líkamann og kynvitund sína, fræðslu um að kynferðisofbeldi sé lögbrot og fræðslu um hvar þau geta fengið hjálp. Börn þurfa líka að fá þau skilaboð að kynferðislegt ofbeldi sem þau verða fyrir er aldrei þeim að kenna og að sá aðili sem fremur brotið þarf að fá hjálp til að hætta því. Börn sem fá snemma fræðslu um líkama sinn, mörk og kynferðisofbeldi eru ekki aðeins betur í stakk búin til að verja sig heldur þroska einnig með sér aukinn skilning og virðingu fyrir mörkum, jafnt sínum eigin sem og annarra. Fræðsla um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi er því mikilvægur liður í að fyrirbyggja og takast á við kynferðislegt ofbeldi. Margir leikskólar hafa kallað eftir sérstökum verkfærum sem nota má til að fræða leikskólabörn um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi. Teiknimyndirnar „Líkami minn tilheyrir mér“, ásamt samtalsspjöldunum fyrir leikskóla eru verkfæri sem eru sérstaklega þróuð í þeim tilgangi. AÐALNÁMSKRÁ LEIKSKÓLA Meira en 97% 5 ára barna á Íslandi eru í leikskóla samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Samkvæmt aðalnámskrá leikskóla er leikskólinn fyrsta stig skólakerfisins og upphaf formlegrar menntunar einstaklinga. Í samstarfi við foreldra á leikskólinn að kappkosta að fylgjast með og efla alhliða þroska allra barna, veita þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og stuðla að öryggi þeirra og vellíðan. Í grunnþættinum heilbrigði og velferð er fjallað um að skapa þurfi jákvæðan skólabrag þar sem leggja þarf áherslu á jákvæða sjálfsmynd, góð samkskipti og kynheilbrigði meðal annars. Í aðalnámskrá leikskóla segir einnig að börnum eigi að líða vel í eigin líkama, þroska með sér jákvæða sjálfsmynd og læra á tilfinningar sínar, sem og setja mörk varðandi eigin líkama og virða mörk annarra. !

6 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | UM „LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR“ Teiknimyndirnar „Líkami minn tilheyrir mér“ Teiknimyndirnar eru framleiddar af Bivrost Film fyrir NRK Super, í samstarfi við Barnaheill. Markmiðið er að fræða börn um kynferðisofbeldi, að slíkt sé aldrei þeim sjálfum að kenna og að það sé gagnlegt að segja einhverjum fullorðnum frá sem þau treysta. Menntamálastofnun samdi við eigendur myndanna um réttinn til að þýða efnið og staðfæra fyrir íslenska skóla. Myndirnar voru talsettar og kennsluleiðbeiningar þýddar og staðfærðar árið 2023 og eru nú aðgengilegar á vef Menntamálastofnunar og á vef Barnaheilla ásamt teiknimyndunum sjálfum. Þegar þessar myndir voru gerðar árið 2017 var aðalmarkhópurinn börn á aldrinum 6–8 ára og myndunum fylgdi leiðbeiningabæklingur með kennsluáætlun fyrir 1.–4. bekk. Barnaheill í Noregi áttu samtal við fagfólk í nokkrum leikskólum þar í landi og við hóp annarra fagaðila í því skyni að kanna hvort teiknimyndirnar gætu einnig nýst í leikskólum. Niðurstaðan var sú að teiknimyndirnar „Líkami minn tilheyrir mér“ henti mjög vel til notkunar í leikskólum, í fræðslu fyrir börn á aldrinum 4–6 ára. Forsenda fyrir því er að börnin horfi á efnið með fullorðnum og að efninu sé fylgt eftir með viðeigandi samtali. Í leikskólastarfi ætti alltaf að nýta teiknimyndirnar í samhengi við aðrar aðferðir sem nú þegar er notast við þegar fjallað er um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi og ætti áfram að vera hluti af heildstæðri kennsluáætlun leikskólans. „Líkami minn tilheyrir mér“ – samtalsspjöld og leiðbeiningabæklingur fyrir leikskóla“ „Líkami minn tilheyrir mér“ – samtalsspjöld og kennslleiðbeiningar fyrir leikskóla“ er verkfæri ætlað til notkunar í leikskólum, í því skyni að fræða börn um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi. Á samtalsspjöldunum er að finna tillögur að spurningum til ígrundunar sem tengjast þáttunum fjórum í teiknimyndaröðinni. Þar er einnig að finna ráðleggingar um hvernig gott getur verið að undirbúa fræðsluna, mæta börnunum, fylgja fræðslunni eftir og vinna með barni sem ástæða er til að hafa áhyggjur af eða sem segir frá kynferðisbroti. Samtalsspjöldunum er skipt í fjóra mismunandi hluta, en fyrir hvern hluta er sýndur einn þáttur af „Líkami minn tilheyrir mér“ og rætt um efni hans. Umræðupunktarnir sem fylgja hverjum þætti eru leiðbeinandi hugmyndir sem hægt er að taka mið af. Öllum er frjálst að sleppa einhverjum spjöldum og einhverjum spurninganna. Til að samtalið við börnin verði sem gagnlegast þurfa kennarar að kynna sér efnið mjög vel til að geta lagað það að því vinnulagi sem virkar best fyrir hvern barnahóp. Gefa þarf börnunum gott svigrúm fyrir ígrundun og spurningar, svo þau geti komið í orð því sem þau hafa lært og því sem þau eru að hugsa.

7 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Hver þáttur hefur mismunandi sjónarhorn, en tengist um leið hinum þáttunum. Þess vegna er mælst til þess að horft sé á alla þættina í réttri röð. Ef leikskólinn vill aðeins nota suma þættina í röðinni mælum við með því að byrja á 1. þætti. Í öllum tilvikum þarf starfsfólk skólans að lesa allt fylgiefnið og ræða saman um kennsluleiðbeiningarnar í heild, sem og öll samtalsspjöldin, áður en vinnan hefst svo undirbúningurinn verði sem bestur. 4. ÞÁTTUR: Þetta er aldrei þér að kenna VIÐFANGSEFNI: • Það er aldrei þér að kenna ef einhver fullorðinn beitir þig kynferðislegu ofbeldi. • Hvern getur þú talað við ef þú átt leyndarmál sem veldur þér vanlíðan? • Hvernig getur þú verið góður vinur? SPJÖLD 15–20 1. ÞÁTTUR: Líkami minn tilheyrir mér! VIÐFANGSEFNI: • Þú ræður yfir eigin líkama. • Líkaminn gefur okkur alls konar góðar tilfinningar. • Ef einhver ætlar að gera eitthvað sem er bannað eða sem þú vilt ekki að gert sé við líkamann þinn máttu alltaf segja frá því. SPJÖLD 1–5 2. ÞÁTTUR: Lög og reglur VIÐFANGSEFNI: • Lögin gilda fyrir alla. Lög og reglur segja okkur hvað er bannað að gera. • Í lögunum stendur að fullorðnir eigi að annast öll börn og fullorðið fólk má aldrei meiða börn. • Það er bannað með lögum að fullorðið fólk beitir börn kynferðislegu ofbeldi. SPJÖLD 6–11 3. ÞÁTTUR: Að vera hrædd VIÐFANGSEFNI: • Hvað getur þú gert ef þú hræðist einhvern eða ef einhver hræðir þig eða hótar þér? • Hvað þarf til þess að þú finnir fyrir öryggi? SPJÖLD 12–14 YFIRLIT YFIR SAMTALSSPJÖLD „Líkami minn tilheyrir mér“ er teiknimyndaröð í fjórum þáttum þar sem fjallað er um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi. Hver þáttur er um það bil fjórar mínútur að lengd. Hverjum þeirra fylgir sett af samtalsspjöldum sem má nota til að ræða við börnin strax eftir að þau hafa horft á þáttinn. Mælt er með að nota eina samverustund fyrir hvern þátt. Hver samverustund, og samtalið eftir þáttinn, stendur yfir í 20–40 mínútur, allt eftir barnahópnum hverju sinni. Best er að sýna þættina yfir 4–8 vikna tímabil. Það er mikilvægt að gefa börnunum tækifæri til að hugleiða efnið milli sýninga þáttanna, en einnig að þau fái að sjá þættina í réttri röð og án þess að of langt líði á milli sýningar hvers þáttar.

8 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | VERKLEG ÚTFÆRSLA Stærð barnahópsins Gott er að skipta börnunum í minni hópa þegar horft er á myndirnar og unnið með samtalsspjöldin. Þegar unnið er í litlum hópum (4–10 börn) gefst meira svigrúm til að taka eftir einstaklingsbundnum viðbrögðum barnanna í hópnum og starfsfólkið á auðveldara með að greina og fylgja eftir viðbrögðum allra barnanna sem taka þátt. Þegar unnið er í minni hópum verður líka auðveldara fyrir börnin að taka þátt í samtalinu og spyrja spurninga. Hversu margir fullorðnir taka þátt í samtalinu og hverjir? Það er mikilvægt að það séu minnst tveir fullorðnir í hópnum. Annar þeirra leiðir hópinn og samtalið við börnin, hinn fylgist með og skráir hugsanlega hjá sér minnispunkta um atriði sem koma upp í samtalinu. Ef fleiri fullorðnir taka þátt verður líka auðveldara að fylgjast með viðbrögðum barnanna, sem er svo hægt að ræða í samverustundinni eða fylgja eftir síðar með hverju barni fyrir sig. Þið ákvarðið sjálf hvaða starfsmenn taka þátt og leiða samtalið. Óháð því hvernig starfið er skipulagt er mikilvægt að minnst einn þeirra fullorðnu sem taka þátt sé einstaklingur sem börnin þekkja vel og mun starfa áfram með börnunum í nokkurn tíma eftir að samverustundin fer fram. Það eykur líkurnar á því að viðkomandi starfsmenn taki eftir hættumerkjum eða breytingum á atferli og líðan barnanna í hópnum. Mælt er með að þau fullorðnu sem stjórna samverustundinni haldi matsfund að samverustundinni lokinni. Mikilvægt er að leggja mat á samverustundina, ræða þær breytingar sem hugsanlega þarf að gera og ræða hvort sá sem fylgdist með kennslunni hafi orðið var við eitthvað í fari barnanna sem þyrfti hugsanlega að fylgja eftir. Staðsetning Huga þarf vel að vali á rými fyrir samverustundina. Best er að nota rými sem börnin þekkja vel og upplifa sig örugg í og þar sem hægt er að forðast truflanir og tryggja óskipta athygli barnanna. Það er líka mikilvægt að haga sætaskipan þannig að fullorðna fólkið hafi góða yfirsýn yfir allan barnahópinn og taki vel eftir viðbrögðum barnanna, til dæmis með því að sitja í hring.

9 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Ræðið um viðfangsefnið í starfsmannahópnum Líkamlegur þroski barna og kynvitund þeirra getur verið viðkvæmt efni fyrir marga. Það er því mjög mikilvægt að allt starfsfólk fái nægilega fræðslu og treysti sér vel til að bregðast við umræðum hjá börnunum og forvitni þeirra á styðjandi hátt. Það þarf því að taka frá tíma á starfsmannafundum til að ræða um kynheilbrigði barna, kynferðisofbeldi og ýmsar hindranir sem geta gert börnum erfitt að nálgast þetta umræðuefni (nánari upplýsingar er að finna á blaðsíðu 20). Notið endilega tengdar reynslusögur á starfsmannafundum og deildarfundum. Einnig má nýta sér margs konar fræðirit og bjóða fagaðilum utan leikskólans að taka þátt í fundum. Allt starfsfólk þarf að þekkja vel forvarna- og viðbragðsáætlun leikskólans eða aðra verkferla sem eiga við ef áhyggjur af barni vakna. Þannig er tryggt að allt starfsfólk sé vel upplýst og undirbúið til að svara spurningum og ræða áhyggjur eða jafnvel tiltekin mál sem geta komið fram í dagsljósið. Það er mikilvægt að allt starfsfólk leikskólans fái slíka fræðslu og undirbúning, ekki aðeins það starfsfólk sem mun leiða samverustundirnar. Það er ekki hægt að sjá fyrir til hvaða starfsmanns barnið ákveður að leita. UNDIRBÚNINGUR Góður undirbúningur er lykilatriði þegar halda á samverustund með fræðslu um kynferðisofbeldi, til að tryggja að bæði fullorðnir og börn upplifi að þau séu örugg. Við mælum því með að starfsfólk lesi allar leiðbeiningarnar vandlega áður en myndirnar eru sýndar. Kennsluáætlun fyrir umfjöllun um líkamann, tilfinningar og kynvitund Reynsla starfsmanna leikskóla sem hafa prófað samtalsspjöldin gefur til kynna að það sé mikill kostur að börnin hafa fengið tækifæri til að ræða um og skilja hugtök í tengslum við líkamann, tilfinningar og kynheilbrigði áður en þau fá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi. Það auðveldar mjög að eiga samtal um efni þáttanna og gefur börnunum fleiri verkfæri til að skilja betur og hugleiða efnið í „Líkami minn tilheyrir mér“. Gott er að gera áætlun um það hvernig og í hvaða röð starfsfólk leikskólans vill ræða þessi viðfangsefni við börnin, allt eftir aldursstigi og samkvæmt skipulagi skólans. RÁÐ! 2 ára börn 3 ára börn 4 ára börn 5 ára börn september Ég og fjölskylda mín Fjölskylda og samskipti Fjölskylda og samskipti Fjölskylda og samskipti október Líkaminn minn Líkaminn minn Líkaminn minn Líkaminn minn nóvember Tilfinningar mínar Tilfinningar Tilfinningar Tilfinningar. Hvernig verða börnin til? janúar Tilfinningar Að hafa hugrekki til að segja frá Að hafa hugrekki til að segja frá Góð og vond leyndarmál Að hafa hugrekki til að segja frá Góð og vond leyndarmál febrúar Líkaminn minn Líkaminn minn Líkaminn minn Góð, vond og ólögleg snerting mars Tilfinningar Tilfinningar Tilfinningar Tilfinningar apríl Samantekt Samantekt Samantekt Samantekt Heimild: Ársplan frá Skotlandi

10 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | Æfingin skapar meistarann Það getur verið krefjandi að ræða við börn um kynferðisofbeldi, einkum í fyrsta sinn. Þið þurfið að kynna ykkur hugtökin vel og æfa ykkur í því sem þið ætlið að segja. Horfið á myndirnar, helst með samstarfsfólkinu, áður en börnin horfa á þær. Ákveðið hvaða aðferðir þið viljið nota til að ræða um efni myndanna sem þið eruð sátt við og sem þið teljið að henti barnahópnum hverju sinni. Á samtals- spjöldunum eru dæmi um orðalag sem þið getið notað og aðlagað þannig að það virki eðlilega fyrir ykkur. Ekki hika við að segja hlutina upphátt og biðja um viðbrögð frá samstarfsfólki. Utanaðkomandi úrræði og lausnir Í samverustundinni, eða eftir hana, geta komið upp mál eða athugasemdir sem mikilvægt gæti verið að ræða við aðra fagaðila. Þetta getur einnig átt við um fullorðna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og þurfa hjálp og eftirfylgni. Þá getur verið gagnlegt að hafa komið á samstarfi og samtali við tengiliði hjá barnavernd og lögreglunni. Einnig er hægt að leita ráða hjá Barnahúsi eða hjá Neyðarlínunni 112.is. Mikilvægt er að kynna sér vel úrræðin sem eru í boði, bæði þau sem eru ætluð börnum og fullorðnum, og sem eiga best við leikskólann og rekstraraðilann. Upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðila Það er gott að upplýsa foreldra/forsjáraðila um að börnin muni fá fræðslu um kynferðisofbeldi á komandi skólaári eða önn og setja þá fræðslu inn í ársskipulag, með sama hætti og önnur viðfangsefni leikskólans. Við mælum með að ítarefni sem tengist „Líkami minn tilheyrir mér“ verði lagt fram á foreldrafundi, auk þess sem forsjáraðilar eru upplýstir skriflega. Við ráðleggjum einnig að láta forsjáraðila ekki vita fyrir fram nákvæmlega á hvaða degi stendur til að ræða um kynferðisofbeldi í leikskólanum. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Ef barn býr við ofbeldi á heimili sínu er hugsanlegt að því verði haldið heima daginn sem samverustundin fer fram. Ef barn er fjarverandi af öðrum ástæðum daginn sem fræðslan fer fram getur það vakið upp getgátur og óréttmætan grun. Hér er hægt að sækja tillögur að upplýsingabréfi til forráðamanna. Gerðu áætlun um hvernig best er að fræða börn með sérþarfir Það er mikilvægt að öll börnin í leikskólanum fái fræðslu um kynferðis- ofbeldi og hvar hægt er að leita sér hjálpar. Margar lausnir eru til að fræða börn í leikskólanum ykkar sem þarfnast sérstakra ráðstafana. Sum fara þá leið að sýna þættina fyrst í hópi þeirra barna sem eiga auðveldara með að horfa á þá. Í litlum hópum þar sem margir fullorðnir eru til staðar er auðveldara að sýna sveigjanleika og aðlaga og breyta efninu eftir þörfum barnanna ef þess þarf.

11 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Börn sem vitað er að hafa verið beitt ofbeldi Ef vitað er að barn hefur orðið fyrir ofbeldi getur verið gott að ræða sérstaklega við foreldri/forsjáraðila barnsins annan en gerandann, stuðningsaðila og jafnvel lögregluna hvort það barn ætti að vera með í samverustundinni eða ekki. Barnið sjálft ætti einnig að koma að því samtali, allt eftir aldri þess og þroska og stöðu málsins í dómsferlinu. Ef niðurstaðan verður sú að barnið taki ekki þátt í samverustundinni þarf að gera áætlun um það hvernig barnið getur fengið upplýsingarnar sem tengjast viðfangsefninu, rétt eins og hin börnin. Gerið áætlun um eftirfylgni þegar samverustundinni er lokið Hugleiðið með hvaða hætti þið getið verið til staðar fyrir börnin ef þau eru með spurningar eða langar að segja ykkur frá einhverju eftir samverustundina. Það gæti verið gott að skipuleggja vinnudaginn þannig að þið getið verið nálægt börnunum eftir samverustundina. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að undirbúa verkefni eða leiki sem tengjast samverustund (teikna/mála/hlutverkaleikur), eða borða saman. Hvað ef barn segir frá í samverustundinni? Þegar viðfangsefnið er tekið fyrir í leikskólanum fá börnin um leið tækifæri til að segja frá eigin reynslu. Það er jákvætt ef barnið upplifir sig öruggt og velur að segja frá. Til að geta tryggt barninu sem bestan stuðning þurfið þið að vera með skýra áætlun um hvernig þið ætlið að sjá til þess. Þið þurfið því að búa ykkur bæði andlega og verklega undir það sem á að gera ef barn segir frá ofbeldi sem það eða aðrir hafa orðið fyrir, hvort sem er í samverustundinni eða eftir hana. Leikskólinn þarf að koma sér upp markvissum verkferlum og áætlunum sem allir starfsmenn þekkja til. Áður en samverustundin hefst þurfið þið að hugleiða hvað þið ætlið að gera og segja ef barn segir frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir eða einhverju öðru sem veldur ykkur áhyggjum. Við ráðleggjum ykkur að segja: „Þú sýnir svo mikið hugrekki að segja mér þetta. Mig langar að biðja þig um að segja mér meira um þetta á eftir.“ Svo er annaðhvort hægt að halda áfram með samverustundina eins og til stóð, eða ljúka henni á eðlilegan hátt, með lokaleik eða lokaverkefni. Barnið þarf að fá fullvissu um að það hafi verið rétt að segja frá. Það er því mikilvægt að ræða við barnið strax að lokinni samverustundinni. Það er æskilegast fyrir barnið að fá að halda samtalinu áfram við þann fullorðna einstakling sem barnið treysti fyrir frásögninni í upphafi. Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að leggja upp slíkt samtal er að finna á bls. 20 og 21.

12 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | RÁÐ! Ofbeldi og kynferðisbrot gegn börnum eiga sér stað alls staðar í samfélaginu, óháð trúarskoðunum, menningarlegum uppruna, stað og efnahag. Um leið er mjög mikilvægt að hafa í huga að sum börn eru útsettari fyrir ofbeldi en önnur. Rannsókn sem gerð var í Noregi á 12–16 ára börnum og unglingum bendir til þess að nokkrir þættir geti aukið hættuna á að barn verði fyrir ofbeldi, meðal annars kynferðislegu. Slæmar fjárhagsaðstæður, tengslarof innan fjölskyldu, vímuefnanotkun, glæpsamleg hegðun og geðsjúkdómar auka hættuna á að barn verði fyrir hvers kyns ofbeldi. Börn sem alast upp í fjölskyldum innflytjenda og börn með skerta færni á einhverjum sviðum eru einnig í aukinni hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Börn sem hafa verið á flótta hafa einnig hugsanlega orðið fyrir, eða orðið vitni að, ofbeldi á flóttanum eða í flóttamannabúðum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að sum börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur. Það getur verið vegna þess að þau eru háð aðstoðarmanneskju, hafa ekki aðgang að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi og/eða slíkt hefur ekki verið metið mikilvægt og orsakast af þekkingarleysi, fordómum eða lélegu aðgengi að upplýsingum hjá stuðningsaðilum þeirra. Hjá börnum með skerta færni geta vísbendingar um ofbeldi, kynferðisofbeldi og vanrækslu virst vera eða verið rangtúlkaðar sem einkenni tengd færniskerðingunni eða annarri greiningu hjá börnunum. ÁHÆTTUÞÆTTIR OG ÚTSETNING FYRIR OFBELDI Að auki kann að vera að sumar fjölskyldur beri takmarkað traust til stuðningsaðila, t.d. vegna skorts á upplýsingum um hvernig kerfið virkar, villandi upplýsinga eða neikvæðrar reynslu fjölskyldunnar eða annarra í tengslaneti hennar af aðkomu stuðningsaðila. Sem starfsfólk í leikskóla þurfið þið að vera meðvituð um alla þessa áhættuþætti og hindranir. Ræðið um að öll börn eigi rétt á að njóta öryggis, fá að setja mörk fyrir sinn líkama og njóta verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi. Ræðið einnig um ýmsar leiðir sem hægt er að nota til að fá hjálp og sem eru aðgengilegar, einnig fyrir börn sem eru með mismunandi færniskerðingar og tala mismunandi tungumál. Mikilvægt er að tilkynna allar grunsemdir um kynferðislegt ofbeldi strax. Þetta skiptir miklu máli vegna þess að líklegt er að ofbeldið haldi áfram þangað til gripið er inn í. Á vefnum Stopp ofbeldi! er dæmi um viðbragðsferil sem fylla má út og senda.

13 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Á samtalsspjöldunum eru tillögur að því hvernig þið starfsfólk leikskóla getur nýtt teiknimyndaflokkinn „Líkami minn tilheyrir mér“ í starfi leikskólans. Aðlagið efnið eftir þörfum að ykkar barnahópi. Kynnið ykkur efnið vel fyrirfram og finnið orðalag og nálgun sem virkar vel fyrir ykkur og barnahópinn ykkar. Hver mynd er u.þ.b. 4 mínútur að lengd. Umræðurnar á eftir gætu tekið frá 20 upp í 40 mínútur, allt eftir því hversu margar spurningar vakna hjá börnunum og hversu lengi þau geta haldið athyglinni. Lesið öll samtalsspjöldin fyrir fyrstu samverustundina til að vera sem best undirbúin. Þið þurfið einnig að ákveða hvort þið viljið eingöngu nota sum samtalsspjöldin og spurningarnar eða reyna að fara yfir allt efnið. Þetta þarf að aðlaga og ákveða jöfnum höndum, þegar þið sjáið hvað virkar best í barnahópnum ykkar. Mikilvæg atriði til að hafa í huga Að segja börnunum að þið séuð til staðar. Það þarf að segja börnunum aftur og aftur að þau geti hvenær sem er talað við fullorðna fólkið í leikskólanum ef þau hafa spurningar, eru hrædd við eitthvað eða verða leið. Segið þeim að þið sem eruð fullorðin vitið vel að börn eru stundum hrædd við að segja fullorðna fólkinu frá slæmum hlutum sem þau verða fyrir eða eru að hugsa um, en að ef þau tali um þessa hluti við einhvern sem þau treysta geti fullorðna manneskjan hjálpað þeim. Þetta er gott að ræða líka við börnin utan samverustundanna og það er mikilvægt að mæta börnum sem vilja ræða eitthvað með hlýju og áhuga. SAMTALSSPJÖLD UM KYNFERÐISOFBELDI Segið börnunum mjög skýrt að ofbeldi sé aldrei þeim að kenna. Börn sem eru beitt kynferðisofbeldi stýrast oft af hegðun gerandans í tengslum við kynferðisbrotið. Mörg börn upplifa tengslin við gerandann sem náin og jákvæð, a.m.k. í fyrstu, og brotið getur virst spennandi upplifun eða verið gott. Það er því mikilvægt að tala ekki eingöngu um kynferðisbrot sem eitthvað sem er slæmt eða sársaukafullt. Það getur ýtt undir tilfinningar um skömm og sektarkennd hjá barninu, ef barnið hefur sjálft ekki upplifað brotið sem eitthvað slæmt. Barnið þarf að fá fullvissu um að hvað sem það hefur gert eða hvaða tilfinningar sem það ber til gerandans er ofbeldið aldrei því að kenna. Börn verða líka að fá að vita að það er ekki þeim að kenna ef þau hafa ekki sagt frá. Munið að barninu þykir hugsanlega vænt um gerandann. Börnum sem verða fyrir ofbeldi þykir oft vænt um gerandann og því hafa þau áhyggjur af því hvað gæti gerst ef fullorðni gerandinn lendir í fangelsi. Það getur hindrað þau í að segja frá. Það gæti því verið gott að leggja ekki of mikla áherslu á að gerandinn eigi að fá refsingu, heldur útskýra fyrir börnunum að fangelsi sé staður þar sem hægt er að fá hjálp við að hætta að gera hluti sem eru ólöglegir.

14 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | Tillögur að verkefnum í lok samverustundar 1. þáttur: Veggspjald með nöfnum eða starfheitum fullorðinna sem börnin treystu. Biðjið börnin að nefna dæmi um fullorðna sem þau treysta og skrifið á veggspjald. Ræðið við börnin um þessa einstaklinga og hvað þau geti gert sem vekur upp öryggistilfinningu og traust hjá börnunum. Hengið veggspjaldið upp í skólanum og vísið í það næst þegar þið haldið samverustund í tengslum við þetta viðfangsefni. 2. þáttur: Teiknið ljónið sem er hugsað hér sem tákn fyrir lög Íslands. Búið til veggspjald með ljóninu, sem táknar lög Íslands, og 19. grein Barnasáttmálans: Öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu Prenta út sniðmát fyrir ljónstrýni í A3: Valkostur 1: Öll börnin þekja lófana með rauðri, appelsínugulri, gulri eða brúnni málningu og þrýsta lófunum svo utan um trýnið á ljóninu, svo úr verði ljónsmakki. Skrifið texta 19. greinar Barnasáttmálans á veggspjaldið undir ljóninu. Valkostur 2: Börnin fá blað, leggja lófann á blaðið og teikna útlínur handarinnar. Þau lita með rauðum, appelsínugulum og gulbrúnum lit, klippa hendurnar út og festa í kringum höfuð ljónsins. Skrifið 19. grein Barnasáttmálans undir myndina sem börnin bjuggu til. 3. þáttur: Að teikna tilfinningar og fullorðna sem börnin treysta. Valkostur 1: Teiknið tilfinningar. Dreifið blöðum til barnanna og biðjið þau að teikna dag þegar þeim leið vel inni í sér. Safnið teikningunum saman og og dreifið aftur blöðum. Nú biðjið þið börnin að teikna dag þegar þeim leið illa inni í sér. Fylgist með því sem börnin teikna og spyrjið spurninga til að fá nánari skýringar á því sem myndirnar sýna. Spyrjið börnin hvort þið megið skrifa nafn og dagsetningu á myndirnar og safnið þeim svo saman. Skoðið teikningarnar með öðrum starfsmönnum og ræðið þær myndanna sem hugsanlega vekja áhyggjur ykkar. Valkostur 2: Skoðið veggspjaldið sem unnið var eftir fyrsta þáttinn. Biðjið börnin að teikna eina eða fleiri fullorðnar manneskjur sem vekja hjá þeim öryggiskennd. 4. þáttur: Að hjálpa vini. Biðjið börnin að teikna mynd af sér sjálfum að hjálpa vini. Fylgist vel með og gefið gaum að því hvað börnin eru að tala um meðan þau teikna myndirnar. KROPPEN MIN EIER JEG / «Alle barn har rett til at ingen skader eller misbruker dem» Veileder side 25 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI – BARNAHEILL – MENNTAMÁLASTOFNUN

15 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Hér höfum við safnað saman spurningum sem kunna að vakna hjá börnunum eftir að þau horfa á myndirnar, og sem fullorðna fólkinu gæti þótt erfitt að svara á fullnægjandi hátt. Hér eru nokkrar tillögur að svörum sem gætu auðveldað ykkur að svara spurningum barnanna. 1 >> Af hverju vill sumt fullorðið fólk snerta kynfæri barna? / Af hverju láta sumir fullorðnir eins og lögin séu ekki til? Það er mjög góð spurning. Það getur verið erfitt fyrir okkur að skilja hvers vegna þau vilja það, og oft vitum við það ekki alveg. En við vitum að það er ekki til nein afsökun, sama hver ástæðan er. Það er alltaf bannað að fullorðið fólk snerti kynfæri barna. Þeir sem gera það verða að fá hjálp við að hætta því og börn sem hafa lent í slíku verða að fá hjálp. Þess vegna er svo mikilvægt að segja frá. 2 >> Hvað gerist ef fullorðið fólk brýtur lög? Lögreglan sér um að farið sé að lögum. Ef fullorðnir gera eitthvað ólöglegt á lögreglan að stoppa það. Stundum þarf lögreglan að rannsaka málið betur til að vita nákvæmlega hvað gerðist og vera alveg viss um að fullorðna manneskjan hafi gert eitthvað sem er bannað. Það er kallað lögreglurannsókn. Þegar lögreglan er að vinna að rannsókn talar hún við alla og spyr margra spurninga. Ef lögreglan kemst að því að fullorðnir hafi gert eitthvað ólöglegt verður málið að dómsmáli. Þar geta einn eða fleiri dómarar ákveðið að hinn fullorðni verði að fá hjálp við að hætta að gera hluti sem eru bannaðir með lögum og stundum fara í fangelsi í einhvern tíma. Þegar fullorðið fólk þarf að fara í fangelsi er það til að koma í veg fyrir að það geti gert áfram ólöglega hluti og til að vernda þau börn sem það hefur gert eitthvað ólöglegt við. Þegar einhver er settur í fangelsi er það líka til að allir fái að vita að það sem var gert er stranglega bannað. Það getur stoppað aðra í að gera slíkt hið sama. 3 >> Hvað gerist ef börn segja frá ofbeldi? / Hvað gerist ef Fjóla eða Frikki segja einhverjum fullorðnum frá? Þá á fullorðna manneskjan að hringja í lögregluna sem getur hjálpað Fjólu og Frikka. Lögreglan á að stöðva frænda Fjólu og þjálfara Frikka, til að þau þurfi ekki lengur að snerta kynfæri þeirra. Eftir það tala Fjóla og Frikki við fullorðið fólk sem veit hvernig á að hjálpa börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. 4 >> Pabbi setti hitamæli í rassinn á mér þegar ég var veik. Hann setti líka stíl upp í rassinn. Það var sárt og vont. Er það löglegt? Stundum þurfa fullorðnir heima eða í leikskólanum að hjálpa til við að gera ýmislegt sem tengist líkamanum. Til dæmis að hjálpa til við að skeina eftir klósettferðir, skipta um bleyju, þvo kynfærin gætilega, nota hitamæli eða gefa lyf. Það er stundum svolítið óþægilegt og getur líka verið sárt. En þetta gerir fullorðna fólkið til að ykkur líði betur. Það er alveg löglegt og líka alveg eðlilegt. 5 >> Er löglegt að börn snerti kynfærin á hvert öðru? Mörgum börnum finnst gott að snerta kynfæri sín. Mörgum börnum finnst líka gaman að skoða eða horfa á kynfærin hjá öðrum börnum og fara í kynferðislega leiki saman. Það er allt í lagi ef öllum finnst það skemmtilegt og enginn er neyddur til að vera með í leiknum. Það er mikilvægt að börn sem skoða og snerta kynfæri hvers annars séu á svipuðum aldri, jafnstór og jafn sterk og allir vilji vera með. Enginn má neyða eða plata einhvern til að snerta og horfa á kynfæri hvers annars – ekki börn og ekki fullorðnir. Öll börn eiga rétt á að ráða yfir eigin líkama. Sjá einnig umræðuspurningar um líkama okkar og kynfærin í tengslum við 1. þáttinn. AÐRAR SPURNINGAR SEM GETA KOMIÐ UPP HJÁ BÖRNUM

16 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | 6 >> Af hverju er bannað að biðja barn að snerta kynfærin á fullorðnum einstakling? Ef fullorðnir og börn eru að snerta kynfæri hvers annars geta börn meitt sig. Þeim getur orðið illt í rassinum eða píkunni eða typpinu og þau geta líka orðið mjög leið og hrædd og fengið hnút í magann. Þegar frændi Fjólu segir að hún eigi að greiða hárið á typpinu hans finnst henni það skrýtið. Á eftir fær hún kannski stóran hnút í magann og kvíðir fyrir því þegar frændi hennar kemur næst í heimsókn. Frændi hennar Fjólu má ekki gera þetta, það er stranglega bannað. Það stendur í lögunum. 7 >> Er löglegt fyrir fullorðna að snerta kynfæri hvers annars? Fullorðið fólk má snerta og strjúka kynfæri hvers annars ef báðir vilja gera það. Þegar fullorðna fólkið gerir það er það oftast einhvers staðar þar sem þau eru ein saman. Mörgum finnst gott að gera þetta með þeim sem þau eru skotin í. Þá er gaman að gera eitthvað saman sem er gott og sem aðrir eru ekki með í eða þurfa að vita um. En fullorðnir mega aldrei snerta eða strjúka kynfæri barna. 8 >> Af hverju getur Fjóla ekki sagt neitt eða hrópað „hættu?“ Þegar við erum hrædd högum við okkur á mismunandi hátt. Sum æpa, aðrir hlaupa í burtu. Sum segja ekki orð því þau eru svo hrædd að þau geta ekki einu sinni hreyft sig. Þeim finnst þau vera frosin eins og ís. Kannski gerðist það einmitt hjá Fjólu. Fjóla á líka erfitt með að gera ekki það sem frændi hennar biður hana að gera. Fullorðnir ráða yfir börnum á svo margan hátt og börnum er sagt að hlýða fullorðna fólkinu. Oftast er ætlast til að börn geri það sem fullorðna fólkið segir. En þegar fullorðnir vilja gera eitthvað sem er bannað á maður ekki að hlusta á þau. Þá eiga börn rétt á að segja nei og segja einhverjum öðrum fullorðnum frá sem þau treysta. 9 >> Af hverju er Fjóla hrædd við frænda sinn? / Af hverju segir Magga að það verði margir mjög reiðir við Orra? Magga og frændinn hræða börnin vegna þess að þau vilja ekki að aðrir fullorðnir fái að vita að þau séu að gera eitthvað sem er ólöglegt. Þau vilja að þetta ólöglega sé leyndarmál. Ef aðrir fullorðnir komast að því hvað Magga og frændinn eru að gera verða þau að hætta. Og það vilja þau ekki. Stundum gerist það að fullorðnir sem snerta kynfæri barna eða láta þau snerta kynfæri sín finnst gaman að hræða börnin á þennan hátt. Stundum lofar fullorðið fólk líka að gefa börnunum eitthvað flott eða leyfa þeim að gera eitthvað skemmtilegt. En ef fullorðin manneskja hræðir barn, eða reynir að tæla eða plata það til að taka þátt í einhverju sem er ólöglegt er mjög mikilvægt að segja einhverjum fullorðnum frá því. Því barnið þarf að fá hjálp.

17 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Öll börn eiga rétt á vernd gegn kynferðisofbeldi. Til að geta tryggt barninu þau réttindi í raun er mikilvægt að fræða börnin sjálf um líkamann, þeirra eigin mörk og mörk annarra og um kynferðisofbeldi og hvernig þau geta sagt öðrum frá ef þau verða fyrir einhverju sem þeim finnst vont. Margir fullorðnir eru sammála um að það sé mikilvægt að fræða börn um kynferðisofbeldi en eru samt ekki vissir um hvernig sé best að gera það. Í mörgum leikskólum hefur starfsfólkið orðið vart við andmæli eða efasemdir frá foreldrum um að börn fái fræðslu um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi. Hér á eftir lýsum við nokkrum ástæðum þess að sumir fullorðnir finna fyrir óöryggi og kvíða þegar þetta viðfangsefni er annars vegar. Þessi atriði geta verið gagnleg þegar þið eigið samtal við foreldrahópinn. Ótti við að hræða barnið eða valda því skaða Kynvitund barna er ólík kynvitund fullorðinna. Líkamlegar og sálrænar tilfinningar eru mismunandi og börn sýna því önnur viðbrögð í umræðum um þetta viðfangsefni en fullorðnir gera. Um leið þurfum við að gera okkur ljóst að það getur verið mjög ógnvekjandi fyrir barn að fá að heyra að til séu fullorðnar manneskjur sem geri ólöglega hluti með barni. Við tölum oft við börn um aðrar hættur, til dæmis um að passa sig á bílunum eða hvað á að gera ef það kviknar í. Við lítum á þetta sem sjálfsagðan hlut og reynum að finna jafnvægið milli þess að fræða börnin um hvernig þau geta passað sig en án þess að hræða þau óþarflega mikið. HVERS VEGNA EIGA MARGIR FULLORÐNIR ERFITT MEÐ AÐ TALA VIÐ BÖRN UM KYNFERÐISOFBELDI? Þetta jafnvægi þurfum við líka að finna þegar við tölum við börn um ofbeldi. Að tala við börn um að þau eigi líkama sinn og megi hvenær sem er segja stopp og að þau geti alltaf sagt öðrum fullorðnum frá ofbeldi hjálpar börnunum að finna til öryggis. Börn sem hafa verið frædd um kynferðisofbeldi láta ekki stjórna sér jafn auðveldlega og eiga ekki eins erfitt með að segja frá því ef þau verða fyrir ofbeldi. Börn sem þekkja líkamlegan sjálfsákvörðunarrétt sinn frá unga aldri eru einnig líklegri til að virða mörk annarra. Ótti við að ýta undir tilhneigingu hjá börnum til að skálda frásagnir af ofbeldi Margir óttast að aukin fræðsla um kynferðisofbeldi geti leitt til þess börnin fari að segja skröksögur af fullorðnu fólki sem ekkert hefur gert af sér. Slíkt gerist afar sjaldan. Það er mun stærra og alvarlegra vandamál þegar börn segja ekki frá því, sem þau verða fyrir. Þegar barn segir frá ofbeldi er það traustsyfirlýsing til þess sem er treyst fyrir frásögninni. Það er ekki í verkahring þess einstaklings að meta sannleiksgildi frásagnarinnar, best er að láta fagaðila um það. Þegar viðkomandi er sýnt svona mikið traust þarf sá að sýna barninu að því sé trúað, veita því stuðning og senda svo tilkynningu til barnaverndar og/eða lögreglu, sem getur fylgt málinu eftir. Frekari upplýsingar um þetta er að finna á síðu 20.

18 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | Að þykja spurningar um líkamann og kynferðisofbeldi óþægilegar Sumum fullorðnum finnst vandræðalegt og óþægilegt að eiga samtöl um líkama og kynheilbrigði. Þetta getur orðið hindrun sem kemur í veg fyrir slík samtöl. Þá getur verið gagnlegt að hugleiða fyrir fram hvernig á að útskýra málið, til að falla ekki í stafi þegar á hólminn er komið. Þá er mikilvægt að hugleiða hvernig hægt sé að vernda bæði eigið einkalíf og einkalíf barnsins. Líkaminn og kynheilbrigði eru persónulegt umræðuefni og þegar slíkt er rætt við barn þarf að umorða hlutina, frá hinu einstaklingsbundna og yfir í hið almenna samhengi. Það þýðir m.a. að fullorðnir eiga ekki að ræða við börn um eigin kynferðislegu reynslu. Ef barnið spyr þig um þitt kynlíf skaltu segja að það sé einkamál sem þú viljir hafa út af fyrir þig. Mikilvægast er að hafna engum spurningum frá barninu eða fá það til að skammast sín fyrir að spyrja. Hlustaðu vel á það sem barnið spyr um og reyndu að svara eftir bestu getu, á heiðarlegan og hreinskilinn hátt og án þess að fara yfir mörk einkalífsins. Ef þú færð spurningar sem þér finnst ekki hæfa þroskastigi barnsins eða varða eitthvað sem barnið ætti ekki að vita neitt um skaltu velta fyrir þér hvaðan barnið hafi slíkar upplýsingar. Er barnið í raun að spyrja um það sem þú heldur að spurningin varði? Hefur það fengið upplýsingar frá eldri systkinum? Er barnið hugsanlega þolandi ofbeldis? Ótti við að börnin fái „hvatningu“ til að gera tilraunir með eigin kynvitund Sumir fullorðnir óttast að fræðsla um kynheilbrigði virki sem hvatning til að prófa það sem börnin hafa verið frædd um, hvort sem þau eru tilbúin eða ekki. Þá er mikilvægt að hafa í huga að öll börn upplifa kynferðislegar kenndir og forvitni um eigin líkama og líkama annarra. Mörg börn byrja snemma að fróa sér og fara í kynferðislega leiki með öðrum börnum. Þetta er eðlilegt, heilbrigt og algengt og það er gífurlega mismunandi hversu mikið og á hvaða aldri þau byrja að gera tilraunir með kynvitund sína. Börn eiga að fá að gera slíkar tilraunir á náttúrulegan, sjálfsprottinn hátt, skilja hvað er gott og hvað er ekki gott og hvað er hættulegt eða ólöglegt. Við fullorðna fólkið þurfum að hjálpa börnunum að skilja hvar þeirra mörk liggja og þroska með sér skilning og virðingu fyrir mörkum annarra. Fræðsla og umræður um líkamann, mörk og ofbeldi í leikskólanum auðvelda börnum að tileinka sér þessa þekkingu. Skortur á viðbragðsfærni Margir leikskólar sem Barnaheill í Noregi áttu samtal við í tengslum við þetta verkefni hafa verið hikandi við að takast á við kynferðisofbeldi í fræðslu vegna þess að starfsfólk óttast að bregðast ekki rétt við ef grunur vaknar um ofbeldi eða barn segir frá ofbeldi. Mörg hafa áhyggjur af því, ýmissa hluta vegna, að gera mistök, að geta ekki veitt barninu viðeigandi hjálp, að glata trausti foreldranna og að barnið verði jafnvel tekið úr leikskólanum. Það er mikilvægt að starfsfólk leikskólans sé vel undirbúið, undirbúi sig bæði andlega og verklega fyrir mismunandi aðstæður og eigi gott samtal við stuðningsaðila hjá sveitarfélaginu um rétt verkferli og viðbrögð. Tilmælin í þessum bæklingi um eftirfylgni ef áhyggjur vakna vegna barns vonum við að geti líka verið til hjálpar og aukið öryggi og hæfni til athafna hjá starfsfólki í leikskólanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=