Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

9 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Ræðið um viðfangsefnið í starfsmannahópnum Líkamlegur þroski barna og kynvitund þeirra getur verið viðkvæmt efni fyrir marga. Það er því mjög mikilvægt að allt starfsfólk fái nægilega fræðslu og treysti sér vel til að bregðast við umræðum hjá börnunum og forvitni þeirra á styðjandi hátt. Það þarf því að taka frá tíma á starfsmannafundum til að ræða um kynheilbrigði barna, kynferðisofbeldi og ýmsar hindranir sem geta gert börnum erfitt að nálgast þetta umræðuefni (nánari upplýsingar er að finna á blaðsíðu 20). Notið endilega tengdar reynslusögur á starfsmannafundum og deildarfundum. Einnig má nýta sér margs konar fræðirit og bjóða fagaðilum utan leikskólans að taka þátt í fundum. Allt starfsfólk þarf að þekkja vel forvarna- og viðbragðsáætlun leikskólans eða aðra verkferla sem eiga við ef áhyggjur af barni vakna. Þannig er tryggt að allt starfsfólk sé vel upplýst og undirbúið til að svara spurningum og ræða áhyggjur eða jafnvel tiltekin mál sem geta komið fram í dagsljósið. Það er mikilvægt að allt starfsfólk leikskólans fái slíka fræðslu og undirbúning, ekki aðeins það starfsfólk sem mun leiða samverustundirnar. Það er ekki hægt að sjá fyrir til hvaða starfsmanns barnið ákveður að leita. UNDIRBÚNINGUR Góður undirbúningur er lykilatriði þegar halda á samverustund með fræðslu um kynferðisofbeldi, til að tryggja að bæði fullorðnir og börn upplifi að þau séu örugg. Við mælum því með að starfsfólk lesi allar leiðbeiningarnar vandlega áður en myndirnar eru sýndar. Kennsluáætlun fyrir umfjöllun um líkamann, tilfinningar og kynvitund Reynsla starfsmanna leikskóla sem hafa prófað samtalsspjöldin gefur til kynna að það sé mikill kostur að börnin hafa fengið tækifæri til að ræða um og skilja hugtök í tengslum við líkamann, tilfinningar og kynheilbrigði áður en þau fá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi. Það auðveldar mjög að eiga samtal um efni þáttanna og gefur börnunum fleiri verkfæri til að skilja betur og hugleiða efnið í „Líkami minn tilheyrir mér“. Gott er að gera áætlun um það hvernig og í hvaða röð starfsfólk leikskólans vill ræða þessi viðfangsefni við börnin, allt eftir aldursstigi og samkvæmt skipulagi skólans. RÁÐ! 2 ára börn 3 ára börn 4 ára börn 5 ára börn september Ég og fjölskylda mín Fjölskylda og samskipti Fjölskylda og samskipti Fjölskylda og samskipti október Líkaminn minn Líkaminn minn Líkaminn minn Líkaminn minn nóvember Tilfinningar mínar Tilfinningar Tilfinningar Tilfinningar. Hvernig verða börnin til? janúar Tilfinningar Að hafa hugrekki til að segja frá Að hafa hugrekki til að segja frá Góð og vond leyndarmál Að hafa hugrekki til að segja frá Góð og vond leyndarmál febrúar Líkaminn minn Líkaminn minn Líkaminn minn Góð, vond og ólögleg snerting mars Tilfinningar Tilfinningar Tilfinningar Tilfinningar apríl Samantekt Samantekt Samantekt Samantekt Heimild: Ársplan frá Skotlandi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=