Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

8 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | VERKLEG ÚTFÆRSLA Stærð barnahópsins Gott er að skipta börnunum í minni hópa þegar horft er á myndirnar og unnið með samtalsspjöldin. Þegar unnið er í litlum hópum (4–10 börn) gefst meira svigrúm til að taka eftir einstaklingsbundnum viðbrögðum barnanna í hópnum og starfsfólkið á auðveldara með að greina og fylgja eftir viðbrögðum allra barnanna sem taka þátt. Þegar unnið er í minni hópum verður líka auðveldara fyrir börnin að taka þátt í samtalinu og spyrja spurninga. Hversu margir fullorðnir taka þátt í samtalinu og hverjir? Það er mikilvægt að það séu minnst tveir fullorðnir í hópnum. Annar þeirra leiðir hópinn og samtalið við börnin, hinn fylgist með og skráir hugsanlega hjá sér minnispunkta um atriði sem koma upp í samtalinu. Ef fleiri fullorðnir taka þátt verður líka auðveldara að fylgjast með viðbrögðum barnanna, sem er svo hægt að ræða í samverustundinni eða fylgja eftir síðar með hverju barni fyrir sig. Þið ákvarðið sjálf hvaða starfsmenn taka þátt og leiða samtalið. Óháð því hvernig starfið er skipulagt er mikilvægt að minnst einn þeirra fullorðnu sem taka þátt sé einstaklingur sem börnin þekkja vel og mun starfa áfram með börnunum í nokkurn tíma eftir að samverustundin fer fram. Það eykur líkurnar á því að viðkomandi starfsmenn taki eftir hættumerkjum eða breytingum á atferli og líðan barnanna í hópnum. Mælt er með að þau fullorðnu sem stjórna samverustundinni haldi matsfund að samverustundinni lokinni. Mikilvægt er að leggja mat á samverustundina, ræða þær breytingar sem hugsanlega þarf að gera og ræða hvort sá sem fylgdist með kennslunni hafi orðið var við eitthvað í fari barnanna sem þyrfti hugsanlega að fylgja eftir. Staðsetning Huga þarf vel að vali á rými fyrir samverustundina. Best er að nota rými sem börnin þekkja vel og upplifa sig örugg í og þar sem hægt er að forðast truflanir og tryggja óskipta athygli barnanna. Það er líka mikilvægt að haga sætaskipan þannig að fullorðna fólkið hafi góða yfirsýn yfir allan barnahópinn og taki vel eftir viðbrögðum barnanna, til dæmis með því að sitja í hring.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=