Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

23 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Mál sem varða kynferðisofbeldi eru krefjandi og það ætti enginn að standa einn í slíkum málum. Þess vegna getur verið gott ef leikskólinn hefur komið sér upp tengiliðum hjá barnavernd, lögreglu og fleiri aðilum, til að auðvelda stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki að hafa samband og ræða um hugsanlegar áhyggjur af barni. Allir leikskólar ættu einnig að vera með skýra viðbragðsáætlun eða verkferla sem tilgreina hvað á að gera ef áhyggjur vakna af barni. Allt starfsfólk þarf að vita af og þekkja þá verkferla. Verklagsreglur Stopp ofbeldi Tilkynningarferli Barnaheilla Þið getið sótt sniðmát fyrir slíkan viðbragðsferil á vefsíðunni Stopp ofbeldi! Hér á eftir eru ráðleggingar um hvað gott er að hafa í huga þegar verkferlið hefst: • Börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi geta átt erfitt með að treysta fullorðnum. Ef barnið treystir fullorðnu fólki nógu vel til að segja frá ofbeldi er gífurlega mikilvægt að fara vel með það traust. Sé það ekki gert er hætt við að barnið missi traust á þeim fullorðnu, neiti að staðfesta frásögnina hjá barnavernd/lögreglu og geti því ekki fengið frekari hjálp. Þess vegna er mikilvægt að hafa barnið með í ráðum, hlusta vel og upplýsa það jafnt og þétt um framvindu málsins, eftir því sem aldur þess og þroski leyfir og svo fremi sem það er gerlegt. • Reyndu að átta þig sem fyrst á því hversu alvarleg staðan er og hversu hratt þarf að bregðast við. Það vekur sterkar tilfinningar hjá kennurum þegar barni sem við höfum tengsl við líður illa. Þá getur reynst erfitt að greina á milli þess hvort það þarf að bregðast strax við barnsins vegna eða vegna óþæginda við að búa yfir vitneskjunni um það sem barnið hefur mátt þola. *Ef þú metur stöðuna svo að málið krefjist ekki bráða- aðgerða getur verið skynsamlegt að gefa barninu svolítinn tíma og tækifæri til að segja meira og betur frá. Gerðu barninu algerlega ljóst að þú ætlir að gera allt sem í þínu valdi stendur til að hjálpa og haltu ró þinni. • Hafðu barnið með í ráðum um hverjum öðrum á að segja frá. Útskýrðu fyrir barninu að þú þurfir að fá góð ráð frá bæði öðrum starfsmönnum leikskólans (t.d. leikskólastjóra) og frá fólki sem vinnur við að hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi, til að geta tryggt barninu sem besta hjálp. Fullorðna manneskjan og barnið gætu líka orðið sammála um að bíða svolítið og tala svo aftur saman seinna, á umsömdum tíma. • Ef barnið vill ekki að það verði haft samband við aðra fullorðna eða við lögreglu/barnavernd skaltu reyna að komast að ástæðu þess. Hugsanlega er eitthvað sem barnið hefur ekki enn sagt frá en sem er mikilvægt að fá fram, til að tryggja barninu sem besta hjálp. • Ef barnið vill ekki að neinn annar fái að vita um ofbeldið, en það er samt sem áður nauðsynlegt að ráðfæra sig við aðra aðgerðaaðila, eða hafa tafarlaust samband við lögreglu eða barnavernd, skaltu upplýsa barnið um það, og útskýra hvers vegna. Þetta getur t.d. verið vegna þess að það þarf að afla sönnunargagna eða ljóst þykir að barnið sé í hættu. *Gerður er greinarmunur á „yfirstandandi bráðaástandi“ og „bráðaástandi með hættu á að atvikið endurtaki sig“. Ef um er að ræða „yfirstandandi bráðaástand“, sem merkir að tilvikið er nýskeð, er mikilvægt að grípa hratt til aðgerða til að tryggja sönnunargögn. Þá getur þú t.d. haft samband við lögreglu sjálf(ur), jafnvel þótt ekki sé hægt að ná tafarlaust sambandi við næsta yfirmann þinn. Ef um er að ræða hættu á endurteknu ástandi, t.d. ef barnið á að fara aftur í sömu aðstæður og ofbeldið átti sér stað í, er mikilvægt að koma þeim upplýsingum á framfæri til að barnavernd/lögregla geti fyrirbyggt frekara ofbeldi. HVERNIG Á AÐ VÍSA TILKYNNINGUM ÁFRAM OG HVERT?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=