Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

26 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | TILKYNNINGASKYLDAN Allt starfsfólk skóla hefur tilkynningaskyldu til barnaverndar. Í verklagsreglum um tilkynningaskyldu starfsmanna leik- grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarþjónustu kemur fram að tilkynna skuli um grun eða vissu um vanrækslu, ofbeldi eða að barn stefni heilsu sinni og þroska í hættu. Tilkynna skal um grun en ekki aðeins ef um staðfestar sannanir er að ræða. Barnaverndarþjónusta og/eða starfsmenn hennar meta síðan hvort grunur sé nægilega rökstuddur og taka ákvörðun um frekari könnun í framhaldi af því. Þér ber jafnframt skylda til þess að veita svör ef barnavernd óskar eftir upplýsingum. Ef þú vilt fá ráðleggingar um hvort ástæða sé til að tilkynna eitthvert áhyggjuefni getur þú hringt í barnavernd og fengið að ræða málið nafnlaust. Verklagsreglur vegna tilkynninga til barnaverndar eru misjafnar. Margir vinnustaðir hafa komið sér upp ítarlegum og skýrum verkferlum um það hvernig á að leggja fram tilkynningu. Kannaðu hvort slíkir verkferlar eru til staðar á þínum vinnustað. Hvernig sem verkferlarnir eru á þínum vinnustað og hvort sem fleiri en þú hafa fengið að vita af málinu eða ekki ber þér eftir sem áður að ganga úr skugga um að barnavernd hafi verið upplýst. ! Ef þú telur að ummönnunaraðilar barns séu eða kunni að vera gerendur í ofbeldi gagnvart barninu má ekki vara þá aðila við áður en málið er tilkynnt til barnaverndar. Þú getur einnig tilkynnt grunsemdir beint til lögreglunnar ef þú óttast að barn sé beitt kynferðisofbeldi. Þetta er sérlega mikilvægt ef hugsanlega er hægt að afla sönnunargagna vegna þess að ofbeldið sé nýskeð, eða ef þú óttast að barnið sé í bráðri hættu. Þegar þú veitir barnavernd upplýsingar um grunsemdir tengdar ofbeldi eða kynferðisofbeldi er mikilvægt að eiga samstarf við þann sem málið varðar. Samræður og samvinnu verður að sníða að aldri og þroska og umfangið þarf að fara eftir því hversu bráð hættan er. Tilkynningaskylda til barnaverndar er tilgreind í barnaverndarlögum og sérstökum lögum um ýmsa opinbera þjónustu og starfsemi, svo sem lögum um leikskóla, lögum um kennara og lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Lestu meira um hvernig þú tilkynnir til barnaverndar á vef Neyðarlínunnar 112.is Okkur ber líka öllum skylda til að reyna að koma í veg fyrir alvarleg lögbrot sem við fáum vitneskju um eða teljum líkleg. Skylda okkar til að koma í veg fyrir lögbrot og tilkynningaskyldan ganga framar þagnarskyldunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=