Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

21 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Útskýrðu af hverju þú vilt skrifa frásögnina niður og spyrðu hvort þú megir punkta hjá þér á meðan samtalið fer fram. Ræddu við barnið um það sem þú skrifar hjá þér. Þetta getur gert samtalið virkara, þar sem þetta er aðferð til að endurtaka á eðlilegan hátt það sem barnið segir. Ef þú getur ekki skrifað hjá þér frásögnina jafnóðum skaltu skrifa hana niður strax eftir að samtalinu lýkur. Gættu þess að taka öll aðalatriðin með: Hvað gerðist, hver átti hlut að máli og hvenær gerðist það? Ef barnið vill EKKI segja eitthvað, til dæmis hver gerandinn er, skaltu skrifa það hjá þér líka. Þú getur líka skráð hjá þér athugasemdir um barnið og hegðun þess. Það getur verið skynsamlegt að ræða um þetta við barnið meðan á samtalinu stendur til að fá betri skilning á því sem býr að baki. Það er mjög mikilvægt að þú greinir á milli þess sem barnið segir og þess sem eru þínar athugasemdir og túlkanir. Segðu barninu að það standi ekki eitt Mörg börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi halda að þau séu ein um slíka reynslu og tilfinningar. Segðu þeim að þú vitir að önnur börn hafi gengið í gegnum það sama. Ef þú þekkir til einhvers af því sem barnið segir úr öðru efni sem þú hefur fengið fræðslu um eða heyrt af skaltu deila því með barninu. Það getur verið hjálplegt að fá að heyra að önnur börn hafi upplifað það sama og þekki þessar erfiðu hugsanir. Taktu skýrt fram að þú trúir barninu og að það hafi verið rétt ákvörðun að segja frá Þegar barn segir þér frá ofbeldi skaltu trúa því sem barnið segir. Börn ljúga mjög sjaldan til um að lenda í erfiðum aðstæðum, þau eru mun líklegri til að ljúga sig út úr vandræðum. Það er í öllu falli ekki þitt hlutverk að vera leynilögga. Þú þarft aðeins að hlusta á barnið, hjálpa því og styðja við frásögnina og miðla því sem er sagt til annarra. Verið meðvituð um eigin viðbrögð og líkamstjáningu Börn eru góð í að lesa líkamstjáningu. Hafðu þetta í huga í samtalinu við barnið, til að tryggja að barnið skynji að þú sért virkilega að hlusta. Snúðu beint að barninu, leggðu öll önnur verkefni frá þér, sem og símann, og notaðu vinsamlega og opna líkamstjáningu. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef barnið segir eitthvað sem er erfitt fyrir þig að skilja eða ef þér þykir óþægilegt að hlusta á það sem barnið segir. Þá getur það auðveldlega gerst að þú setjir upp efasemdasvip, hrukkir ennið og krossleggir handleggina yfir brjóstið. Barnið getur upplifað þetta sem höfnun og það getur hindrað það í að segja fleira. Barninu getur liðið eins og þú trúir ekki frásögninni eða fengið samviskubit yfir að hafa sagt þér frá einhverju sem þér fannst erfitt að hlusta á. Þú mátt gjarnan bæði segja barninu og sýna að frásögnin hafi áhrif á þig en þú þarft líka að sýna að þú þolir að heyra það og að það hafi verið rétt og kjarkmikil ákvörðun að segja frá. Veittu huggun og umönnun, innan marka barnsins Spyrðu barnið hvort það vilji faðmlag eða aðra líkamlega snertingu. Sum börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi finna fyrir hræðslu við að vera föðmuð, tekin í kjöltu eða strokið um bakið, en önnur upplifa það sem mjög hjálplegt og styðjandi. Skrifaðu frásögnina hjá þér Það er mjög mikilvægt fyrir eftirfylgni málsins að þú skrifir frásögn barnsins hjá þér eins nákvæmlega og hlutlaust og kostur er, bæði það sem barnið segir og spurningarnar sem þú spyrð. Þetta er grunnur þinn að eftirfylgni og getur komið í veg fyrir misskilning, auk þess sem þú þarft ekki að óttast að þig misminni. Þannig getur þú einnig vísað í lýsinguna síðar, jafnvel nokkrum árum eftir samtalið. Gott er að fara yfir skriflegu samantektina með barninu, til að koma í veg fyrir misskilning.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=