Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

14 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | Tillögur að verkefnum í lok samverustundar 1. þáttur: Veggspjald með nöfnum eða starfheitum fullorðinna sem börnin treystu. Biðjið börnin að nefna dæmi um fullorðna sem þau treysta og skrifið á veggspjald. Ræðið við börnin um þessa einstaklinga og hvað þau geti gert sem vekur upp öryggistilfinningu og traust hjá börnunum. Hengið veggspjaldið upp í skólanum og vísið í það næst þegar þið haldið samverustund í tengslum við þetta viðfangsefni. 2. þáttur: Teiknið ljónið sem er hugsað hér sem tákn fyrir lög Íslands. Búið til veggspjald með ljóninu, sem táknar lög Íslands, og 19. grein Barnasáttmálans: Öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu Prenta út sniðmát fyrir ljónstrýni í A3: Valkostur 1: Öll börnin þekja lófana með rauðri, appelsínugulri, gulri eða brúnni málningu og þrýsta lófunum svo utan um trýnið á ljóninu, svo úr verði ljónsmakki. Skrifið texta 19. greinar Barnasáttmálans á veggspjaldið undir ljóninu. Valkostur 2: Börnin fá blað, leggja lófann á blaðið og teikna útlínur handarinnar. Þau lita með rauðum, appelsínugulum og gulbrúnum lit, klippa hendurnar út og festa í kringum höfuð ljónsins. Skrifið 19. grein Barnasáttmálans undir myndina sem börnin bjuggu til. 3. þáttur: Að teikna tilfinningar og fullorðna sem börnin treysta. Valkostur 1: Teiknið tilfinningar. Dreifið blöðum til barnanna og biðjið þau að teikna dag þegar þeim leið vel inni í sér. Safnið teikningunum saman og og dreifið aftur blöðum. Nú biðjið þið börnin að teikna dag þegar þeim leið illa inni í sér. Fylgist með því sem börnin teikna og spyrjið spurninga til að fá nánari skýringar á því sem myndirnar sýna. Spyrjið börnin hvort þið megið skrifa nafn og dagsetningu á myndirnar og safnið þeim svo saman. Skoðið teikningarnar með öðrum starfsmönnum og ræðið þær myndanna sem hugsanlega vekja áhyggjur ykkar. Valkostur 2: Skoðið veggspjaldið sem unnið var eftir fyrsta þáttinn. Biðjið börnin að teikna eina eða fleiri fullorðnar manneskjur sem vekja hjá þeim öryggiskennd. 4. þáttur: Að hjálpa vini. Biðjið börnin að teikna mynd af sér sjálfum að hjálpa vini. Fylgist vel með og gefið gaum að því hvað börnin eru að tala um meðan þau teikna myndirnar. KROPPEN MIN EIER JEG / «Alle barn har rett til at ingen skader eller misbruker dem» Veileder side 25 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI – BARNAHEILL – MENNTAMÁLASTOFNUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=