Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

24 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | • Því næst þarf fullorðna manneskjan sem barnið treystir að ræða málið við sinn yfirmann eða leikskólastjórann. Ekki má upplýsa neina aðra en þá sem þurfa nauðsynlega að fá upplýsingar til að geta unnið með málið eða hugað að barninu. Börn taka fljótt eftir því ef aðrir fullorðnir fara skyndilega að hegða sér öðruvísi gagnvart þeim án augljósrar ástæðu og það getur verið ruglingslegt fyrir þau og vakið með þeim óöryggi. • Yfirleitt er það leikskólastjórinn sem sendir tilkynningu um mál til barnaverndar og/eða lögreglunnar. Öllu starfsfólki ber einnig skylda til að tilkynna persónulega um grun sinn um ofbeldi gagnvart barni eða annars konar barnaverndarmál eins og fram kemur í 17. gr. barnaverndarlaga (80/2002). • Þú getur hvenær sem er haft samband nafnlaust við barnavernd, lögreglu, Barnahús eða þjónustumiðstöðvar sem vinna að forvörnum gegn sifjaspellum og kynferðisofbeldi. Sum sveitarfélög hafa á sínum snærum sérhæft fagfólk á sviði barnaverndar, meðal annars vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. • Ef barnið segir að það hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi forsjáraðila eða annarra í nánustu fjölskyldu á ekki að upplýsa barnið um að það verði tilkynnt til barnaverndar og/eða lögreglu. Ef gerandinn er einhver utan nánustu fjölskyldu þarf að upplýsa forsjáraðila barnsins í samráði við barnið sjálft og hugsanlega lögregluna. HVERNIG Á AÐ HUGA AÐ BARNINU EFTIR SAMTALIÐ? • Segðu barninu að það geti hvenær sem er leitað aftur til þín. Þú þarft ekki að bíða eftir að barnið segi eitthvað sjálft, þetta er mikil ábyrgð fyrir barn að takast á við. Þú þarft að taka ábyrgð sem fullorðinn aðili og spyrja barnið reglulega hvernig því líði. • Hjálpaðu barninu að halda áfram með sitt „venjulega“ hversdagslíf, með leik, félagslegri samveru og virkni, að því marki sem mögulegt er. Mundu að nálgast barnið heildrænt, sem margbrotinn einstakling og ræddu líka við það um aðra hluti í daglegu lífi, en ekki bara um ofbeldið og eftirfylgni málsins. • Í samráði við barnavernd er einnig hægt að upplýsa systkini barnsins og huga að þeirra líðan. Systkini eru aðstandendur sem þurfa einnig að fá eftirfylgni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=