Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

12 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | RÁÐ! Ofbeldi og kynferðisbrot gegn börnum eiga sér stað alls staðar í samfélaginu, óháð trúarskoðunum, menningarlegum uppruna, stað og efnahag. Um leið er mjög mikilvægt að hafa í huga að sum börn eru útsettari fyrir ofbeldi en önnur. Rannsókn sem gerð var í Noregi á 12–16 ára börnum og unglingum bendir til þess að nokkrir þættir geti aukið hættuna á að barn verði fyrir ofbeldi, meðal annars kynferðislegu. Slæmar fjárhagsaðstæður, tengslarof innan fjölskyldu, vímuefnanotkun, glæpsamleg hegðun og geðsjúkdómar auka hættuna á að barn verði fyrir hvers kyns ofbeldi. Börn sem alast upp í fjölskyldum innflytjenda og börn með skerta færni á einhverjum sviðum eru einnig í aukinni hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Börn sem hafa verið á flótta hafa einnig hugsanlega orðið fyrir, eða orðið vitni að, ofbeldi á flóttanum eða í flóttamannabúðum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að sum börn eru í viðkvæmari stöðu en önnur. Það getur verið vegna þess að þau eru háð aðstoðarmanneskju, hafa ekki aðgang að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi og/eða slíkt hefur ekki verið metið mikilvægt og orsakast af þekkingarleysi, fordómum eða lélegu aðgengi að upplýsingum hjá stuðningsaðilum þeirra. Hjá börnum með skerta færni geta vísbendingar um ofbeldi, kynferðisofbeldi og vanrækslu virst vera eða verið rangtúlkaðar sem einkenni tengd færniskerðingunni eða annarri greiningu hjá börnunum. ÁHÆTTUÞÆTTIR OG ÚTSETNING FYRIR OFBELDI Að auki kann að vera að sumar fjölskyldur beri takmarkað traust til stuðningsaðila, t.d. vegna skorts á upplýsingum um hvernig kerfið virkar, villandi upplýsinga eða neikvæðrar reynslu fjölskyldunnar eða annarra í tengslaneti hennar af aðkomu stuðningsaðila. Sem starfsfólk í leikskóla þurfið þið að vera meðvituð um alla þessa áhættuþætti og hindranir. Ræðið um að öll börn eigi rétt á að njóta öryggis, fá að setja mörk fyrir sinn líkama og njóta verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi. Ræðið einnig um ýmsar leiðir sem hægt er að nota til að fá hjálp og sem eru aðgengilegar, einnig fyrir börn sem eru með mismunandi færniskerðingar og tala mismunandi tungumál. Mikilvægt er að tilkynna allar grunsemdir um kynferðislegt ofbeldi strax. Þetta skiptir miklu máli vegna þess að líklegt er að ofbeldið haldi áfram þangað til gripið er inn í. Á vefnum Stopp ofbeldi! er dæmi um viðbragðsferil sem fylla má út og senda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=