Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

10 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | Æfingin skapar meistarann Það getur verið krefjandi að ræða við börn um kynferðisofbeldi, einkum í fyrsta sinn. Þið þurfið að kynna ykkur hugtökin vel og æfa ykkur í því sem þið ætlið að segja. Horfið á myndirnar, helst með samstarfsfólkinu, áður en börnin horfa á þær. Ákveðið hvaða aðferðir þið viljið nota til að ræða um efni myndanna sem þið eruð sátt við og sem þið teljið að henti barnahópnum hverju sinni. Á samtals- spjöldunum eru dæmi um orðalag sem þið getið notað og aðlagað þannig að það virki eðlilega fyrir ykkur. Ekki hika við að segja hlutina upphátt og biðja um viðbrögð frá samstarfsfólki. Utanaðkomandi úrræði og lausnir Í samverustundinni, eða eftir hana, geta komið upp mál eða athugasemdir sem mikilvægt gæti verið að ræða við aðra fagaðila. Þetta getur einnig átt við um fullorðna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og þurfa hjálp og eftirfylgni. Þá getur verið gagnlegt að hafa komið á samstarfi og samtali við tengiliði hjá barnavernd og lögreglunni. Einnig er hægt að leita ráða hjá Barnahúsi eða hjá Neyðarlínunni 112.is. Mikilvægt er að kynna sér vel úrræðin sem eru í boði, bæði þau sem eru ætluð börnum og fullorðnum, og sem eiga best við leikskólann og rekstraraðilann. Upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðila Það er gott að upplýsa foreldra/forsjáraðila um að börnin muni fá fræðslu um kynferðisofbeldi á komandi skólaári eða önn og setja þá fræðslu inn í ársskipulag, með sama hætti og önnur viðfangsefni leikskólans. Við mælum með að ítarefni sem tengist „Líkami minn tilheyrir mér“ verði lagt fram á foreldrafundi, auk þess sem forsjáraðilar eru upplýstir skriflega. Við ráðleggjum einnig að láta forsjáraðila ekki vita fyrir fram nákvæmlega á hvaða degi stendur til að ræða um kynferðisofbeldi í leikskólanum. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Ef barn býr við ofbeldi á heimili sínu er hugsanlegt að því verði haldið heima daginn sem samverustundin fer fram. Ef barn er fjarverandi af öðrum ástæðum daginn sem fræðslan fer fram getur það vakið upp getgátur og óréttmætan grun. Hér er hægt að sækja tillögur að upplýsingabréfi til forráðamanna. Gerðu áætlun um hvernig best er að fræða börn með sérþarfir Það er mikilvægt að öll börnin í leikskólanum fái fræðslu um kynferðis- ofbeldi og hvar hægt er að leita sér hjálpar. Margar lausnir eru til að fræða börn í leikskólanum ykkar sem þarfnast sérstakra ráðstafana. Sum fara þá leið að sýna þættina fyrst í hópi þeirra barna sem eiga auðveldara með að horfa á þá. Í litlum hópum þar sem margir fullorðnir eru til staðar er auðveldara að sýna sveigjanleika og aðlaga og breyta efninu eftir þörfum barnanna ef þess þarf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=