Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

6 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | UM „LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR“ Teiknimyndirnar „Líkami minn tilheyrir mér“ Teiknimyndirnar eru framleiddar af Bivrost Film fyrir NRK Super, í samstarfi við Barnaheill. Markmiðið er að fræða börn um kynferðisofbeldi, að slíkt sé aldrei þeim sjálfum að kenna og að það sé gagnlegt að segja einhverjum fullorðnum frá sem þau treysta. Menntamálastofnun samdi við eigendur myndanna um réttinn til að þýða efnið og staðfæra fyrir íslenska skóla. Myndirnar voru talsettar og kennsluleiðbeiningar þýddar og staðfærðar árið 2023 og eru nú aðgengilegar á vef Menntamálastofnunar og á vef Barnaheilla ásamt teiknimyndunum sjálfum. Þegar þessar myndir voru gerðar árið 2017 var aðalmarkhópurinn börn á aldrinum 6–8 ára og myndunum fylgdi leiðbeiningabæklingur með kennsluáætlun fyrir 1.–4. bekk. Barnaheill í Noregi áttu samtal við fagfólk í nokkrum leikskólum þar í landi og við hóp annarra fagaðila í því skyni að kanna hvort teiknimyndirnar gætu einnig nýst í leikskólum. Niðurstaðan var sú að teiknimyndirnar „Líkami minn tilheyrir mér“ henti mjög vel til notkunar í leikskólum, í fræðslu fyrir börn á aldrinum 4–6 ára. Forsenda fyrir því er að börnin horfi á efnið með fullorðnum og að efninu sé fylgt eftir með viðeigandi samtali. Í leikskólastarfi ætti alltaf að nýta teiknimyndirnar í samhengi við aðrar aðferðir sem nú þegar er notast við þegar fjallað er um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi og ætti áfram að vera hluti af heildstæðri kennsluáætlun leikskólans. „Líkami minn tilheyrir mér“ – samtalsspjöld og leiðbeiningabæklingur fyrir leikskóla“ „Líkami minn tilheyrir mér“ – samtalsspjöld og kennslleiðbeiningar fyrir leikskóla“ er verkfæri ætlað til notkunar í leikskólum, í því skyni að fræða börn um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi. Á samtalsspjöldunum er að finna tillögur að spurningum til ígrundunar sem tengjast þáttunum fjórum í teiknimyndaröðinni. Þar er einnig að finna ráðleggingar um hvernig gott getur verið að undirbúa fræðsluna, mæta börnunum, fylgja fræðslunni eftir og vinna með barni sem ástæða er til að hafa áhyggjur af eða sem segir frá kynferðisbroti. Samtalsspjöldunum er skipt í fjóra mismunandi hluta, en fyrir hvern hluta er sýndur einn þáttur af „Líkami minn tilheyrir mér“ og rætt um efni hans. Umræðupunktarnir sem fylgja hverjum þætti eru leiðbeinandi hugmyndir sem hægt er að taka mið af. Öllum er frjálst að sleppa einhverjum spjöldum og einhverjum spurninganna. Til að samtalið við börnin verði sem gagnlegast þurfa kennarar að kynna sér efnið mjög vel til að geta lagað það að því vinnulagi sem virkar best fyrir hvern barnahóp. Gefa þarf börnunum gott svigrúm fyrir ígrundun og spurningar, svo þau geti komið í orð því sem þau hafa lært og því sem þau eru að hugsa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=