Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

19 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI EF ÞÚ HEFUR ÁHYGGJUR AF BARNI • Vertu til staðar á opinn hátt og sýndu forvitni og tillitsemi gagnvart barninu og spyrðu um líðan þess. • Sýndu að þér þyki vænt um barnið og viljir hjálpa. Þú þarft líka að ræða við barnið um það hverja aðra er hægt að ræða við um erfiða hluti, bæði í leikskólanum og utan hans. • Ræddu við aðra fullorðna í leikskólanum sem þekkja barnið vel, og gerðu áætlun um hvað er hægt að gera til að styðja barnið í að segja frá því sem er að. • Það er alltaf hægt að hafa nafnlaust samráð við lögreglu eða barnaverndarþjónustu ef áhyggjur vakna og ekki er alveg ljóst hvað er best að gera. HVERNIG Á AÐ MÆTA OG FYLGJA EFTIR BÖRNUM SEM SEGJA FRÁ • Hvar og hvenær eigið þið að eiga samtal? • Hvernig á samtalið að fara fram? • Hvernig á að vísa tilkynningunni áfram og hvert? • Hvernig á að huga að barninu eftir samtalið? • Hvað ef barn hefur beitt annað barn kynferðislegu ofbeldi? Eftir að börn hafa fengið fræðslu um kynferðisofbeldi getur komið fyrir að þau eigi frumkvæði að því að segja frá því sem þau sjálf eða aðrir sem þau þekkja hafa orðið fyrir. Þá velja þau sér oft einhvern sem þau vilja ræða við, hugsanlega með óbeinum vísbendingum, og það er mikilvægt að einmitt sá einstaklingur sé meðvitaður um og skilji það traust sem barnið hefur sýnt. Hér má finna nokkur hagnýt og einföld ráð um hvernig þið getið átt samtal við barn sem vill segja frá og/eða barn sem gæti verið í hættu. Einnig eru ráð um hvernig gott getur verið að bregðast við slíku og hvernig á að fylgja slíku samtali eftir. FLEIRI ÁBENDINGAR OG ÆFINGAR Í AÐ TALA VIÐ BÖRN: • Ofbeldi gegn börnum – handbók skóla eftir Guðrúnu Kristinsdóttur og Nönnu Christiansen. • Verndum þau eftir Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur. Æskulýðsvettvangurinn: Hægt er að panta námskeið með efninu Verndum þau á Æskulýðsvettvangurinn á aev.is RÁÐ!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=