Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

5 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI INNGANGUR Ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum þeirra samkvæmt Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir líkamlega og andlega heilsu barna. Á Íslandi hefur tilkynningum til barnaverndar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum aukist mikið á síðastliðnum árum en árið 2021 voru þær 39,8% fleiri en árið á undan og 51,6% fleiri en árið þar á undan Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda á árunum 2019 –2021. Í sífellt fleiri tilfellum er tilkynnt vegna kynferðislegs ofbeldis gegn stúlkum en árið 2021 var hlutfallið 72,9% stúlkna á móti 27,1% drengja. Beiðni um þjónustu í Barnahúsi hefur aukist á undanförnum árum samkvæmt skýrslu Barnaverndarstofu 2022. Rannsóknarviðtölum hefur fjölgað og er hlutfall stúlkna sífellt að aukast. Helmingur þeirra barna segir aldrei neinum frá ofbeldinu og 4 af hverjum 5 leita ekki til neins í sínu stuðningskerfi og segja frá. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að börn segja ekki frá þegar þau verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Oft vita börn ekki að það sem þau verða fyrir er ólöglegt eða þau halda að ofbeldið sé þeim sjálfum að kenna. Sum börn óttast afleiðingar þess að segja frá og vita ekki hvers konar hjálp er í boði. Mörg börn segjast líka hafa reynt að segja frá en enginn hafi hlustað. Stundum hefur fullorðna fólkið næst þeim ekki tekið frásögn þeirra alvarlega. Þess vegna þurfa börn fræðslu um líkamann og kynvitund sína, fræðslu um að kynferðisofbeldi sé lögbrot og fræðslu um hvar þau geta fengið hjálp. Börn þurfa líka að fá þau skilaboð að kynferðislegt ofbeldi sem þau verða fyrir er aldrei þeim að kenna og að sá aðili sem fremur brotið þarf að fá hjálp til að hætta því. Börn sem fá snemma fræðslu um líkama sinn, mörk og kynferðisofbeldi eru ekki aðeins betur í stakk búin til að verja sig heldur þroska einnig með sér aukinn skilning og virðingu fyrir mörkum, jafnt sínum eigin sem og annarra. Fræðsla um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi er því mikilvægur liður í að fyrirbyggja og takast á við kynferðislegt ofbeldi. Margir leikskólar hafa kallað eftir sérstökum verkfærum sem nota má til að fræða leikskólabörn um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi. Teiknimyndirnar „Líkami minn tilheyrir mér“, ásamt samtalsspjöldunum fyrir leikskóla eru verkfæri sem eru sérstaklega þróuð í þeim tilgangi. AÐALNÁMSKRÁ LEIKSKÓLA Meira en 97% 5 ára barna á Íslandi eru í leikskóla samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Samkvæmt aðalnámskrá leikskóla er leikskólinn fyrsta stig skólakerfisins og upphaf formlegrar menntunar einstaklinga. Í samstarfi við foreldra á leikskólinn að kappkosta að fylgjast með og efla alhliða þroska allra barna, veita þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og stuðla að öryggi þeirra og vellíðan. Í grunnþættinum heilbrigði og velferð er fjallað um að skapa þurfi jákvæðan skólabrag þar sem leggja þarf áherslu á jákvæða sjálfsmynd, góð samkskipti og kynheilbrigði meðal annars. Í aðalnámskrá leikskóla segir einnig að börnum eigi að líða vel í eigin líkama, þroska með sér jákvæða sjálfsmynd og læra á tilfinningar sínar, sem og setja mörk varðandi eigin líkama og virða mörk annarra. !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=