Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

11 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Börn sem vitað er að hafa verið beitt ofbeldi Ef vitað er að barn hefur orðið fyrir ofbeldi getur verið gott að ræða sérstaklega við foreldri/forsjáraðila barnsins annan en gerandann, stuðningsaðila og jafnvel lögregluna hvort það barn ætti að vera með í samverustundinni eða ekki. Barnið sjálft ætti einnig að koma að því samtali, allt eftir aldri þess og þroska og stöðu málsins í dómsferlinu. Ef niðurstaðan verður sú að barnið taki ekki þátt í samverustundinni þarf að gera áætlun um það hvernig barnið getur fengið upplýsingarnar sem tengjast viðfangsefninu, rétt eins og hin börnin. Gerið áætlun um eftirfylgni þegar samverustundinni er lokið Hugleiðið með hvaða hætti þið getið verið til staðar fyrir börnin ef þau eru með spurningar eða langar að segja ykkur frá einhverju eftir samverustundina. Það gæti verið gott að skipuleggja vinnudaginn þannig að þið getið verið nálægt börnunum eftir samverustundina. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að undirbúa verkefni eða leiki sem tengjast samverustund (teikna/mála/hlutverkaleikur), eða borða saman. Hvað ef barn segir frá í samverustundinni? Þegar viðfangsefnið er tekið fyrir í leikskólanum fá börnin um leið tækifæri til að segja frá eigin reynslu. Það er jákvætt ef barnið upplifir sig öruggt og velur að segja frá. Til að geta tryggt barninu sem bestan stuðning þurfið þið að vera með skýra áætlun um hvernig þið ætlið að sjá til þess. Þið þurfið því að búa ykkur bæði andlega og verklega undir það sem á að gera ef barn segir frá ofbeldi sem það eða aðrir hafa orðið fyrir, hvort sem er í samverustundinni eða eftir hana. Leikskólinn þarf að koma sér upp markvissum verkferlum og áætlunum sem allir starfsmenn þekkja til. Áður en samverustundin hefst þurfið þið að hugleiða hvað þið ætlið að gera og segja ef barn segir frá ofbeldi sem það hefur orðið fyrir eða einhverju öðru sem veldur ykkur áhyggjum. Við ráðleggjum ykkur að segja: „Þú sýnir svo mikið hugrekki að segja mér þetta. Mig langar að biðja þig um að segja mér meira um þetta á eftir.“ Svo er annaðhvort hægt að halda áfram með samverustundina eins og til stóð, eða ljúka henni á eðlilegan hátt, með lokaleik eða lokaverkefni. Barnið þarf að fá fullvissu um að það hafi verið rétt að segja frá. Það er því mikilvægt að ræða við barnið strax að lokinni samverustundinni. Það er æskilegast fyrir barnið að fá að halda samtalinu áfram við þann fullorðna einstakling sem barnið treysti fyrir frásögninni í upphafi. Frekari upplýsingar um hvernig hægt er að leggja upp slíkt samtal er að finna á bls. 20 og 21.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=