Andlát Múhameðs

Íslam / Forsaga íslams / Andlát Múhameðs

Sækja pdf-skjal

 

Mekka Í Medínu tókst Múhameð að koma á friði og varð trúarlegur leiðtogi en fór auk þess með stjórn hernaðar- og stjórnmála. Þar kom hann á íslömsku trúarsamfélagi sem nefnist umma. Sett voru á lög um ölmusu, föstu og fleira sem við kom trúariðkuninni. Múhameð hélt landvinningum sínum áfram og vann sigur á Mekku árið 630 e.Kr. Árið sem hann lést réði hann að mestu yfir öllum Arabíuskaganum.

Þó að Múhameð hefði náð Mekku á sitt vald þá hélt hann áfram að búa í Medínu og andaðist þar 8. júní árið 632 e.Kr. Nokkru áður en hann lést, fór hann hins vegar til Mekku og kom á alla helgistaði borgarinnar ásamt miklu fylgdarliði. Inni í Kaba ávarpaði hann fólkið og sagði: Í dag hef ég lokið köllunarverki mínu. Það er minn vilji að íslam verði ykkar trú. Mínu hlutverki er lokið. Ég hef gefið ykkur bók Guðs og útskýrt fyrir ykkur kenningar hennar. Ef þið haldið þeim mun ykkur farnast vel.

Þegar pílagrímar fara til Mekku hafa þeir þessa síðustu ferð Múhameðs sem fyrirmynd að sinni ferð.

Múhameð varð 63 ára að aldri en á þessum tíma tókst honum að verða mikil fyrirmynd fyrir aðra. Hann lifði og breytti samkvæmt opinberunum sínum og sýndi þannig sjálfur í gerðum hvernig beri að lifa farsælu líf.