Jóga

Hindúatrú / Kennisetningar / Jóga

Sækja pdf-skjal

 

Yoga Jóga er aldagamalt æfingakerfi sem eru upprunnið í Indlandi til forna og er ætlað til að þjálfa og sameina líkama og huga. Margir hindúar nota jóga og hugleiðslu í leit sinni að moksha, frelsuninni. Jóga er oft samsett úr mjög flóknum líkamlegum og andlegum æfingum sem hjálpa iðkendum að ná valdi yfir líkama sínum og sál. Jóga krefst því oft mikils sjálfsaga og einbeitingar. Jóga æfingar eru í formi mismunandi líkamlegra stellinga sem kallast jógastöður eða asanas og hafa hver sinn tilgang.

Hefðbundið jóga, stundum kallað Raja jóga, leggur mesta áherslu á hugleiðsluna og tengingu hins líkamlega við hið andlega.

Til eru aðrar tegundir jóga sem hafa mismunandi áherslur. Hatha jóga er sú grein sem hefur orðið hvað vinsælust á Vesturlöndum en það byggir á fjölda mismunandi jógastaða (asana), öndun (pranayama) og slökun (Jóga nidra).

Jóga hjálpar til við að styrkja og liðka líkamann og slaka á huganum. Á síðari árum hefur jóga því orðið sífellt vinsælla á Vesturlöndum og margir iðka það þó þeir séu ekki hindúar.