Atman - sálin

Hindúatrú / Kennisetningar / Atman - sálin

Sækja pdf-skjal

 

Atman Samkvæmt hindúatrú hefur allt líf í heiminum sál, hvort sem það eru menn, dýr, djöflar eða guðir. Þessi sál er kölluð atman og táknar hið raunverulega sjálf sem er óháð líkama okkar. Hindúar trúa því líka að þessi sál sé eilíf og þegar skelin utan um hana, líkaminn, deyr endurfæðist sálin í nýjum líkama. Fyrir hindúa er því mjög mikilvægt að læra að aftengja sig frá hinum veraldlega heimi með það að markmiði að þroska og bæta hið raunverulega sjálf, sálina. Það gera þeir m.a. með hugleiðslu og Jóga en einnig með því að neita sér um veraldlega hluti og lifa meinlætalifnaði.

Margir hindúar líta svo á að atman, sálin, sé hluti af Brahman alheimssálinni og að allt líf sé því í raun tengt í eitt.