Hindúatrú / Kennisetningar / Dharma og karma
 
Dharma
Dharma er mikilvægt hugtak sem merkir í senn skylda, dyggð og siðferði einstaklingsins. Mismunandi fólk hefur hinsvegar mismunandi dharma eða skyldum að gegna og fer það m.a. eftir aldri og félagslegri stöðu. Hver einasta manneskja er því með sitt eigið dharma. Það sem er rétt fyrir fullorðinn er ekki endilega rétt fyrir barn og það sem er rétt fyrir einstæðan mann er ekki endilega rétt fyrir fjölskylduföður.
Karma
Orðið karma merkir „gjörð" á sanskrít. Það vísar til þeirrar reglu sem hindúar trúa á: Að allt sem maður geri hafi afleiðingar fyrir mann sjálfan annað hvort strax eða í framtíðinni. Ef manneskja gerir eitthvað gott, eitthvað í samræmi við dharma sitt, þá mun það skila sér til baka á góðan hátt. Ef manneskja gerir hinsvegar slæma hluti eða gjörðir gegn sínu dharma þá skilar það sér til baka á slæman hátt.
Þannig getur fólk haft áhrif á líf sitt með því að reyna að halda karmanu góðu og fylgja sínu dharma. Hindúar trúa því að karma hafi ekki aðeins áhrif á núverandi líf þeirra heldur einnig næsta líf. Þannig getur eitthvað sem manneskja gerir haft góð eða slæm áhrif á næsta líf.