Hindúatrú / Kennisetningar / Varna - stéttirnar
 
Samkvæmt hinum fornu helgiritum hindúa hefur fólk mismunandi hlutverk í lífinu og er því skipt í fjóra hópa eða stéttir. Stéttirnar eru:
- Brahmínar, sem eru prestar og fræðimenn
- Kshatriyar, sem eru konungsfólk og herforingjar
- Vaishyar, sem eru bændur og kaupmenn
- Shudrar, sem eru vinnumenn og þjónar
Auk þessa fjögurra stétta er einnig hópur sem er utan stétta og kallast asprshya eða hinir stéttlausu. Lengi vel máttu æðri stéttirnar ekki hafa nein samskipti við hina stéttlausu því þeir voru álitnir óhreinir. Nýlega voru hinsvegar sett lög á Indlandi sem bönnuðu að fólki væri mismunað eftir stétt.
Hindúar líta svo á að hver hópur hafi mismunandi skyldum að gegna og verði að sinna þeim vel til að færast upp um stétt í næsta lífi og á endanum losna undan hinni eilífu hringrás endurfæðinga. Þeir sem sinna skyldum sínum eru sagðir lifa lífi dharma eða réttsýninnar. Það er samt ekki nóg að sinna skyldum stéttar sinnar til að sýna rétta hegðun heldur eiga hindúar líka að þjóna mannkyninu og guði.