Um víða veröld – Heimsálfur, kennsluleiðbeiningar - page 7

7
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
Inngangur
Áður en kennsla hefst
Mikilvægt er að í allri vinnu hafi kennari að leiðarljósi að vinna með þá grunnþætti sem kveðið er á
um í aðalnámskrá grunnskóla sem grunnþætti menntunar, læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi,
jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun.
• Læsi:
Reynir á hefðbundinn lestur og ritun, auk þess stafrænt læsi, þ.e. nemendur þurfa að
tileinka sér tölvu-og nettækni til efnissköpunar í mörgum verkefnum bókarinnar, miðlamennt
þar sem ólíkir miðlar eru notaðir og miðlalæsi.
• Sjálfbærni:
Hugtakið vel útskýrt í byrjun bókarinnar og gerir þannig nemandann meðvitaðan
um ábyrgð sína á samfélagið. Í gegnum alla bókina er að finna atriði sem tengjast hugtakinu
sjálfbærni þannig að því eru gerð góð skil.
• Lýðræði og mannréttindi:
Nemendur þurfa að taka afstöðu til ýmissa mála í umræðuspurn-
ingunum og hvetur það til gagnrýninnar hugsunar. Mannréttindamál eru tekin fyrir og samfélög
skoðuð út frá lýðræði og mannréttindum.
• Jafnrétti:
Komið er inn á stöðu fólks í mismunandi samfélögum og nemendur þurfa að greina
þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra í hinum ólíku samfélögum.
Námsefnið fellur vel að þessum þætti.
• Heilbrigði og velferð:
Hægt er að tengja þennan þátt við andlegt og félagslegt heilbrigði. En
með því að láta nemandann fá verkefni við hæfi styrkir það sjálfsmynd hans og þar með almenna
vellíðan og einnig ýtir hópvinna og umræður undir félagslega færni nemandans og þar með
félagslegt heilbrigði. Að þessu leyti fellur námsefnið að þessum þætti. Með umfjöllun í lesbók er
einnig reynt að stuðla að heilbrigðum hugsunarhætti með velferð allra jarðarbúa í huga.
• Sköpun:
Nemandinn skapar nýja þekkingu með því að tengja það við þá þekkingu sem er
fyrir með áreiti eins og fer fram í vinnu við verkefni í bókinni. Þetta á við um kortavinnu og
einnig vinnu við hin ólíku viðfangsefni sem nemendur eiga að vinna með og miðla til annarra
þar sem undirstaðan er gagnrýnin hugsun, lýðræðisleg vinnubrögð og fjölbreytt framsetning á
verkefnum.
Nánari upplýsingar um grunnþætti menntunar er að finna í Aðalnámskrá grunnskóla: Almennum hluta
(2011) og ritröð um grunnþætti menntunar (Læsi, Lýðræði og mannréttindi, Jafnrétti, Heilbrigði og
velferð, Sjálfbærni og Sköpun).
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...72
Powered by FlippingBook