Um víða veröld – Heimsálfur, kennsluleiðbeiningar - page 8

8
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
Inngangur
Áður en hafist er handa við að kenna bókina getur kennari haft stutta forkönnun til þess að meta hversu
vel nemendur þekkja til umfjöllunarefnisins almennt og það er gott að gera einnig í upphafi hvers kafla.
Það skiptir miklu máli að gera efni kaflans spennandi og þá er um að gera að nota fjölbreyttar kveikjur
inn í efni kaflans. Gott er að hafa á veggnum sýnileg heimsálfukort á meðan á vinnu með bókina stend-
ur sem og annað sem tengist umfjöllunarefni hennar. Í lesbókinni er góður og fjölbreyttur verkefnapakki
sem kennarar geta valið úr að láta nemendur vinna. Hér má sjá fleiri hugmyndir að verkefnum og leikj-
um sem kennarar geta valið að vinna með, allt eftir því hvað hentar best hverju sinni.
• Ljósmyndir 1:
Kennari safnar saman fullt af ljósmyndum frá efni kaflans bæði jákvæðum og
neikvæðum. Kennari hefur allar staðreyndir réttar nema eina og nemendur eiga að finna út hver
myndanna á ekki heima með hinum.
• Ljósmyndir 2:
Setja saman Powerpoint sýningu með ljósmyndum frá ákveðinni heimsálfu,
landi, borg og sýna nemendum þær. Spyrja nemendur hvaðan þeir haldi að þessar myndir séu?
Skoða vel veðurfar, fólkið, landslag, gróðurfar, iðnríki/þróunarland. Af hverju komust nemendur
að þessari niðurstöðu?
• Lönd og staðir:
Hægt er að skrifa nöfn á stöðum eða löndum og láta nemendur giska á frá
hvaða landi eða heimsálfu staðirnir eru.
• Staðreyndaleikur:
Kennari setur fram nokkrar staðreyndir um efni kaflans. Fléttar inn í það einni rangri staðreynd og
nemendur eiga að finna út hvaða staðreynd er ekki rétt.
Dæmi:
Það er langflest fólk sem talar ensku í heiminum.
Það eru flestir fátækir sem búa í Eyjaálfu.
Í Afríku er fæðingartíðni há og dánartíðni lág?
Uppruni mannsins er í Evrópu.
• Myndaleikur 1:
Kennari ljósritar þrjár stórar ljósmyndir af einhverju áhugaverðu myndefni frá
heimsálfu, borg eða annað sem áhugavert er að skoða. Myndin er fjölfölduð á þrjú – fjögur A3
blöð. Myndinni er síðan skipt í átta jafna bita. Bitarnir eru merktir með númerunum 1 – 8. Nú eiga
nemendur að finna út hvað er á myndinni. Fyrst hittast tveir til þrír nemendur með sama númer
og reyna að giska á hvað það gæti verið. Í næstu umferð bætast í hópinn krakkarnir sem eru með
bita með næsta númeri við hliðina. Þá stækkar myndin aðeins, komnir eru tveir bitar og nemend-
ur reyna að giska aftur á hvað er á myndinni. Síðan stækkar hópurinn smátt og smátt þar til öll
myndin er komin í ljós. Þannig að hópar raðast svona saman:
1+1 ræða saman og líka 2+2, 3+3, 4+4, 5+5 o.s.fr.
Næst bætist í hópinn þannig að þeir sem eru með númer 1 og 2 hittast, 3 og 4, 5 og 6 og 7 og 8.
Næst hittast þeir sem eru með 1, 2, 3, 4, og 5, 6, 7, 8. Að lokum sameinast hóparnir og myndin
kemur í ljós.
• Myndaleikur 2:
Önnur útfærsla á þessum leik er að kennari varpar á vegg (m/skjávarpa og
Powerpoint) hluta úr mynd og nemendur reyna að giska á hvað er á myndinni og hvar hún er
tekin. Nemendur vinna 2–4 í hóp. Síðan bætist meira og meira við myndina og sá hópur sem
er fyrstur að giska á myndina vinnur. Hægt er að vera með vísbendingar (mynd eða texta).
Á
/
má finna fullt af myndum sem heimilt er að nota frítt í skólastarfi.
Kennsluhugmyndir og leikir
1,2,3,4,5,6,7 9,10,11,12,13,14,15,16,17,18,...72
Powered by FlippingBook