C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
13
Marine Animals
Bls. 6–7
Áherslur
Sjávardýrin eru tekin fyrir hér en listinn er alls ekki
tæmandi og tilvalið að bæta við með því til dæmis að
spyrja nemendur hvað þeim detti í hug. Lítillega er
talað um tölur en hugmyndin er að þær séu rifjaðar
upp á þessum tímapunkti. Líklegt er að flestir kunni
að telja upp að tíu á ensku en kannski ekki víst að allir
geti skrifað þær tölur í bókstöfum. Það ætti því að
nýta opnuna í umræður um tölurnar og þjálfun í að
skrifa þær í bókstöfum 0 (zero) og upp í 10 (ten).
Ábending
:
Á þessari opnu koma fyrir mismunandi myndir af sögnum eins og jump/jumping og swim/
swimming. Án þess að kenna það beint sem málfræði er mjög gott að leyfa nemendum að heyra muninn
með því að nota mismunandi form. Dæmi: Í umræðum með nemendum væri hægt að nota sögnina swim
og spyrja á tvo vegu:
Do you like to swim?
og
Do you often go swimming?
Með því að nota sömu sögnina
á mismunandi hátt heyra nemendur þessi tvö ólíku form og þannig má efla máltilfinningu þeirra.
Hugmyndir
Marine Animals
Howmanyblackandwhite
orcawhales swim together?
Many fish swimbelow.
FishermanJónpullsupa fish.
6
Did you know
:Polarbearshave floated
hereon icebergs fromGreenland?
Therearemanykindsof
animals in theocean.
Whales,seals,dolphins
andmanymore.
Whatotherkindsof animals
are in theocean?
Twodolphins jumping.
Twogrey seals.
7
Picture cards and numbers
Myndaspjöldin og tölurnar má nota á marga vegu.
Sjá Hugmyndir fyrir picture cards á bls. 7. Tölurnar
má nota á sama hátt og myndaspjöldin og hug-
myndirnar fyrir Picture cards ganga fyrir þær líka.
Portfolio sheet
Nota má eyðublaðið í safnmöppu til að láta nem-
endur teikna sjávardýr. Um hlustunaræfingu gæti
verið að ræða þar sem kennarinn segir nemend-
um hvaða dýr þeir eigi að teikna og hversu mörg.
Dæmi: Draw four dolphins and five seals. Síðan
mætti skrifa tölurnar bæði með tölum og bók-
stöfum.
Storyline
Hér mætti nota söguramma (storyline) eingöngu
um sjávardýr. Hægt væri að útbúa myndrænt sjóinn
og dýrin í honum og við hann. Merkja með enskum
heitum og ræða á ensku við krakkana um útlit og
einkenni dýranna. Þá væri tilvalið að ræða litina
og nota lýsingarorð eins og big/small.
Efni til útprentunar