connect_klb_atl - page 7

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
7
Hugmyndir fyrir Picture cards
Create a sentence
Þú þarft:
Orðaspjöld, kassa eða umslag, pappírsræmur.
Lýsing:
Settu öll orðaspjöldin í kassa eða umslag. Láttu nemendur draga orðaspjald og nota orðið
til að búa til skriflega setningu á pappírsræmuna. Nemendur deila svo setningunum sínum með
samnemendum.
Define it
Þú þarft:
Orðaspjöld með orðum og skilgreiningum (word & definition), kassa eða umslag.
Lýsing:
Nemandi dregur spjald og lýsir því fyrir samnemendum sínum án þess að segja orðið sjálfur.
Samnemendur reyna að finna hvaða orði er verið að lýsa (eins og spilið Alias).
I wonder what …
Þú þarft:
Orðaspjöld, kassa eða umslag.
Lýsing:
Settu öll orðaspjöldin í kassa eða umslag. Nemendur vinna í pörum og draga orð. Annar nem-
andinn býr til setningu sem byrjar á I wonder what … og notar orðið sem hann fékk og hinn svarar með
því að nota sama orð og var á spjaldinu.
Dæmi:
I wonder what a big shark looks like.
It is grey with very sharp teeth.
Draw a picture
Þú þarft:
Orðaspjöld, kassa eða umslag, pappír, blýant, liti.
Lýsing:
Settu öll spjöldin í kassa eða umslag. Láttu nemendur draga orð og teikna mynd af orðinu sem
þeir drógu. Hvettu þá til að teikna mynd sem lýsir vel orðinu sjálfu.
Make a picture dictionary
Þú þarft:
Pappír, blýant, túss eða liti.
Lýsing:
Láttu nemendur búa til eigin myndaorðabók með því að teikna myndir og útbúa eigin skýringar við
orðin. Hér má gefa nemendum orðalista til að vinna eftir, þema til að útbúa sjálfir orðalista eða hafa alveg
frjálst hvaða orð eru notuð.
Make a sentence
Þú þarft:
Orðaspjöld, kassa eða umslag, pappír
Lýsing:
Settu öll orðaspjöldin í kassa eða umslag. Nemendur draga spjöld og segja eða skrifa setningu sem
inniheldur orðið á blaðið.
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...20
Powered by FlippingBook