connect_klb_atl - page 6

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
6
Meginþættir kennsluleiðbeininga
Áherslur
Hér kemur fram hvaða orðaforða eða orðasambönd verið er að vinna með hverju sinni. Í einhverjum
tilfellum er talað um málfræðitengd atriði en þá er ekki átt við eiginlega málfræðivinnu heldur frekar
að nemendur fái að heyra mismuninn á þessum atriðum. Á nokkrum stöðum er að finna atriði þar sem
kennara er bent á þætti sem mætti taka fyrir en eru þó alla jafna ekki hugsaðir sem áhersla á opnunni.
Hugmyndir
Hver opna í bókunum býður upp á mikla möguleika og tengingar við aðrar námsgreinar. Gefnar eru
nokkrar hugmyndir fyrir hverja opnu sem tengjast bæði bókinni í heild og efni opnunnar. Í mörgum
tilfellum má nýta hugmyndirnar á nokkrum opnum eða í heildarvinnu með bókina. Ekki er ætlast til að
allar hugmyndirnar séu framkvæmdar heldur að það sé val hvers kennara. Þar að auki eru hugmyndirnar
langt frá því tæmandi listi yfir þau viðfangsefni sem mætti taka fyrir hverju sinni.
Efni til útprentunar
Undir þennan flokk fellur það efni sem hægt er að prenta út og vinna með nemendum. Nokkrar síður til
útprentunar fylgja hverri opnu en þær takmarkast þó ekki alltaf við þá opnu. Oft má nota prentefnið í
tengslum við fleiri opnur og jafnvel oftar en einu sinni með hverju hefti. Borðspil sem prenta má út fylgja
tveimur heftanna,
Atlantic Ocean
og
Seasons
. Nemendablöðum, sem eru til útprentunar, er tilvalið að
safna í safnmöppu eða á annan stað þar sem þeim er haldið til haga. Að vori má senda nemendur heim
með vinnu vetrarins ásamt mati frá kennara, sjálfsmati eða bréfi frá kennara. Hugmyndir um slíka vinnu
má meðal annars finna í Evrópsku tungumálamöppunni. Efni til útprentunar sem fylgir er síður en svo
tæmandi yfir skrifleg verkefni sem tengja mætti bókunum og geta kennarar samið eigið verkefnasafn.
Discussion sheets
Þeim hugmyndum sem birtast undir þessari fyrirsögn er ætlað að styðja við kennara í umræðu um efni
bókarinnar með nemendum. Þarna gefst kennara dýrmætt tækifæri til að vera nemendum góð fyrirmynd
og nota tungumálið og æfa þannig hlustun og skilning nemenda. Um leið ætti að hvetja nemendur til að
tala ensku og nýta þannig efni bókarinnar og þann orðaforða sem unnið hefur verið með.
Picture cards
Myndaspjöldin nýtast til að rifja upp orðin sem komu fyrir í heftinu og bæta við nýjum orðum en einnig
er til fjöldi hugmynda um leiki og æfingar sem gera má með spjöldum af þessu tagi.
með mörgum hugmyndum en í kaflanum
Hugmyndir fyrir Picture cards
er einnig boðið upp á góða leiki
með íslenskum leiðbeiningum. Hægt er að safna öllum myndaspjöldunum úr bókinni saman þannig að
orðasafn myndist sem hægt er að nota með ýmsu móti, t.d. til upprifjunar. Þegar lokið hefur verið við
eitt hefti má spila og leika með nokkurn fjölda mynda. Eftir því sem fleiri hefti eru tekin fyrir er tilvalið að
halda myndaspjöldunum á lofti til að rifja upp og minna á orðin.
1,2,3,4,5 7,8,9,10,11,12,13,14,15,16,...20
Powered by FlippingBook