connect_klb_atl - page 15

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
15
The Shore
Bls. 10–11
Áherslur
Hér er lögð áhersla á stærðir og áferð samhliða orða-
forða fjörunnar. Hér má ræða við nemendur um allt
sem þeim dettur í hug að finna megi í fjörunni og
svo bæta við stærðinni á þeim hlutum og áferðinni.
Dæmi um orð úr fjörunni: starfish, crab, shell, cliffs,
mountains, seaweed, stones og áferð og stærðir:
Áferð: smooth, rough, wet, dry, hard, soft.
Stærðir: big, small, long, short.
Orðaforði úr fjörunni er lagður inn hér með orðunum starfish, crab, shell, cliffs, mountains, seaweed,
stones.
Ábending: Hér mætti nota tækifærið og ræða form þar sem mörgæsin spyr lundann á opnunni hvort hann
geti fundið formin sem eru neðst á síðunni og á myndunum. Bætti mætti við formunum circle, square,
rectangle, triangle.
Hugmyndir
Going to the shore
Næstu þrjár opnur í bókinni bjóða upp á skemmtilega útikennslu og samþættingu við aðrar greinar.
Þessa opnu er tilvalið að tengja við fjöruferð. Tína mætti steina, skeljar og fleira skemmtilegt úr fjörunni
og fara með aftur í skólann til að vinna með. Það sem fannst má merkja, ræða um og jafnvel skrifa um.
Hægt væri að útbúa veggspjald með því helsta sem fannst í fjöruferðinni og merkja það á ensku.
Fyrir fjöruferðina er upplagt að prenta út blaðið Things from the shore og fylla það út jafnóðum og
nemendur koma með hlutina. Þá er gott að hafa í huga endurtekninguna og geyma hlutina á vísum
stað í fjörunni áður en farið er með þá í skólann.
Nota ætti ensku í fjöruferðinni sérstaklega í tengslum við þann orðaforða sem verið er að vinna með.
Til dæmis mætti segja „Great, you have a big stone“ og merkja við á blaðinu. Sérstakur staður í fjörunni
ætti að vera fyrir þá hluti sem á að taka með aftur í skólann og svo gæti verið annar staður fyrir annað
sem finnst og ekki á að taka með. Fín umræða gæti líka verið um ruslið sem finnst og það gæti átt sinn
stað líka. Jafnvel væri hægt að hafa einn ruslapoka með. Hægt er að nota Discussion sheet sem notað var
með fyrstu opnunni í ferðinni.
Eftir fjöruferðina
Þegar heim er komið mætti setja hlutina í lokuð box og nemendur skiptast á að stinga hendinni þar ofan
í, þukla hlutina og giska á hvað er þar ofan í. Þá er tilvalið að nota lýsingarorðin og lýsa því sem þau finna.
Sem dæmi:
This is small and round. I think it is a stone.
The Shore
On the shoreyou can
seemany things.
Theyarealldifferent
shapesand colours.
Canyoumatchwhat fits
into the shapes?
crab
seaweed
shell
starfish
stones
10
Geturþú
fundið réttu
formin?
11
1...,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14 16,17,18,19,20
Powered by FlippingBook