connect_klb_atl - page 5

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
5
Hvernig sem heftin eru notuð skal ætíð hafa í huga að endurtekning skiptir miklu máli og að afar mikil-
vægt er að nota ensku í kennslustundum. Þannig geta kennarar komið sér upp sérstökum orðaforða yfir
orð og orðasambönd sem nemendur þjálfast í að nota. Þetta gætu verið setningar sem kennarar temja sér
að nota við sérstakar aðstæður. Sem dæmi mætti spyrja nemendur hvað þeir fengu að borða eftir hvern
hádegismat eða í nestinu. Annað dæmi gæti verið að nefna fötin sem nemendur klæðast fyrir frímínútur
á ensku. Hér er einnig hægt að styðjast við
Discussion sheets
sem fylgja. Þar koma fram hugmyndir að
spurningum sem nýta má til að hvetja nemendur og kennara til samtals á ensku.
Til að sem mestur árangur náist í enskukennslunni og til að gera hana lifandi og skemmtilega ætti
kennarinn að reyna að koma að orðaforða við hvert tækifæri sem gefst.
Hugmyndafræðin „learning by doing“ á einnig vel við um efnið
Connect
þar sem kennsluhugmyndir ganga
oft út á að kanna, skoða og prófa. Þá fá nemendur áþreifanlegt tækifæri til að nota tungumálið og vinna
með það. Með slíkum aðferðum verða nemendur virkir þátttakendur í eigin námi og læra um leið aðferðir
sem gott er að nota þegar nýtt tungumál er lært.
Fyrir getumeiri nemendur mætti hugsa sér að þeir notuðu myndirnar í heftunum til þess að æfa talað
mál/frásögn og ritun. Þeir myndu þá velja sér mynd eða opnu og nota ímyndunaraflið til þess að tala
eða skrifa út frá myndinni. Ef aðstaða er til gætu þeir tekið upp frásögnina og spilað fyrir kennara eða
samnemanda. Afrakstur ritunar má setja í safnnmöppu (portfolio).
Ítarefni
Hér á eftir er listi yfir ýmsar vefsíður sem gætu nýst í enskukennslunni.
Kennslufræðilegar upplýsingar
Gagnlegar vefsíður til að prenta út eða nota gagnvirkt
1,2,3,4 6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,...20
Powered by FlippingBook