Við andlát kristinna manna fer fram útför. Útförin fer yfirleitt fram í kirkju og prestur framkvæmir athöfnina. Ættingjar og vinir eru viðstaddir til að kveðja og minnast hins látna. Athöfnin er þó fyrst og fremst huggun þar sem minnst er þeirrar vonar sem Jesús Kristur gaf mönnunum með upprisu sinni og trú á eilíft líf í Guðsríki. Eitt af meginatriðum kristninnar er einmitt trúin á eilíft líf eftir dauðann. Jesús Kristur sigraði dauðann og steig upp til himna og því trúa kristnir menn á eilíft líf í guðsríki.