Guðsþjónusta

Kristni / Siðir / Guðsþjónusta

Sækja pdf-skjal

 

Guðsþjónusta Guðsþjónusta er í raun og veru allt það sem maðurinn gerir til að nálgast Guð. Oftast er þó talað um guðsþjónustu sem þá athöfn þegar kristnir menn koma saman í kirkju og prestur stýrir athöfninni. Orðið messa er einnig notað yfir þessa athöfn og sennilega algengara í daglegu máli en guðsþjónusta. Við messu er lesið úr ritningum Gamla og Nýja testamentisins. Þá eru ritningarnar útskýrðar, bænir beðnar og sungnir sálmar, oft við undirleik orgels eða annarra hljóðfæra. Rétt áður en guðsþjónustan byrjar er kirkjuklukkunum hringt til merkis um að guðsþjónustan sé að hefjast.