Hjónabandið

Kristni / Siðir / Hjónabandið

Sækja pdf-skjal

 

Hjónabandið Hjónaband er staðfesting, frammi fyrir Guði, þar sem brúðhjónin lofa ævilangri ást, virðingu og tryggð hvort við annað. Í sumum kirkjudeildum er litið á þessa athöfn sem sakramenti en annarstaðar sem sáttmála. Prestur framkvæmir vígsluna og oftast fer hún fram í kirkju, þó er það ekki nauðsynlegt. Hér á landi bjóða brúðhjónin oft ættingjum og vinum til vígslunnar og halda svo brúðkaupsveislu á eftir. Einnig er algengt að brúðhjónum séu gefnar gjafir í tilefni dagsins.

Samkvæmt Biblíunni eru hjónaskilnaðir neyðarúrræði ef um brot á hjúskapasáttmála er að ræða. Sækja þarf um skilnað. Í þeim kirkjudeildum þar sem hjónabandið er sakramenti er erfiðara að fá slíkan skilnað heldur en í öðrum kirkjudeildum.