Ungdómurinn

Kristni / Siðir / Ungdómurinn

Sækja pdf-skjal

 

Ungdómurinn Í þeim kirkjudeildum kristninnar sem framkvæma barnaskírn fer fram ferming. Fermingin er þá hin eiginlega staðfesting trúarinnar. Fermingin fer fram þegar börn eru á aldrinum 10–15 ára en þá játa þau að vilja tilheyra Jesú Kristi og fylgja honum og því sem hann boðaði. Prestar framkvæma fermingu í lúterskum kirkjudeildum en biskupar hjá rómversk-kaþólsku kirkjunni. Áður en börn eru fermd fara þau í fermingarfræðslu. Prestar sjá um fræðsluna þar sem farið er í helstu atriði kristninnar. Foreldrar sjá um að kenna börnum sínum bænir og fræða þau um kristið líferni. Í kirkjudeildum þar sem fullorðinsskírn er viðhöfð er unglingablessun í stað fermingar.

Hjá mörgum kirkjudeildum er líka boðið upp á barna- og unglingastarf. Þar geta börn og unglingar fræðst meira um kristna trú, sungið og farið í leiki.