Skírn

Kristni / Siðir / Skírn

Sækja pdf-skjal

 

Skírn Í stærstu og elstu kirkjudeildum kristinnar trúar eru börn oftast skírð á fyrsta aldursári sínu og nefnist það barnaskírn. Það er samt leyfilegt að taka skírn hvenær sem er á lífsleiðinni. Við skírn fær viðkomandi að gjöf heilagan anda Guðs. Barnaskírn er ekki staðfesting á trúnni heldur gjöf sem á að tákna nýjan sáttmála sem Guð gerði við mennina með tilkomu Jesú Krists. Við skírn öðlast barnið nýtt líf með Guði og fær fyrirgefningu synda sinna samkvæmt hinum nýja sáttmála. Nafngift er ekki hluti af skírninni en oft bíða foreldrar með að segja frá nafni barnsins þangað til í skírnarathöfninni.

Hér á landi framkvæmir prestur skírnina og oftast fer hún fram í kirkju en ekki nauðsynlega. Margir bjóða nánustu vinum og ættingjum til athafnarinnar og sumir halda skírnarveislu á eftir til að gleðjast saman. Barninu eru oft færðar gjafir að þessu tilefni.

Í sumum kirkjudeildum er fullorðinsskírn en ekki barnaskírn. Í fullorðinsskírn er lögð áhersla á að manneskjan taki sjálfstæða ákvörðun um að staðfesta trú sína á Guð. Kirkjudeildir sem viðhafa fullorðinskírn eru með barnablessun í staðinn fyrir skírn.