Sköpunin

Íslam / Kennisetningar og reglur / Sköpunin

Sækja pdf-skjal

 

Samkvæmt íslam er Guð skapari alls sem í heiminum er og hann viðheldur öllu lífi. Allt hið góða og illa í sköpuninni er ákveðið af Guði. 

Maðurinn hefur þá sérstöðu að hafa val um hvaða leið hann fer í lífinu og ber sjálfur ábyrgð á því sem hann gerir. Ef hann ætlar hins vegar að eiga eilíft líf og komast í paradís verður hann að hlýða orðum Guðs sem opinberuðust spámanninum Múhameð. Guð mun dæma mennina á dómsdegi og aðeins þá vita þeir hvort þeir fara til paradísar eða í helvíti. Það skiptir því miklu máli að hugsun og gerðir mannsins fari saman til að öðlast eilíft líf.

Guð skapaði alla menn jafna og því skiptir ríkidæmi, kynþáttur eða vald ekki máli. Það sem skiptir mestu er að trúa á Guð einan og fylgja boðorðum hans. Hægt er að lesa nánar um helstu boðorð Guðs í köflunum Stoðirnar fimm og Helgirit.