Einn guð

Íslam / Kennisetningar og reglur / Einn guð

Sækja pdf-skjal

 

Íslam er eingyðistrú eins og gyðingdómur og kristni en einnig yngst eingyðistrúarbragðanna. Eingyðistrú merkir að aðeins er til einn Guð sem er æðstur öllu. Guð á engan jafningja því hann er æðri öllu og enginn hefur skapað hann því Guð er sjálfur skapari alls.

Allah er arabíska og merkir Guð. Áhersla íslams á einn Guð kemur fram í nafninu Allah. Allah er sérnafn og aðeins til í eintölu en auk þess beygist það ekki eftir kyni, ólíkt orðinu Guð.

Grundvallaratriði íslams er sami boðskapur og opinberaðist spámönnum eins og Abraham, Móse, Jesús og öðrum spámönnum sem komu á undan Múhameð. Múslimar líta þó svo á að sá boðskapur sem opinberaðist Múhameð sé hin endanlega mynd og á því byggist íslam.

Múslimar telja aðra tilbeiðslu en á hinn eina Guð sem guðlast og á það sérstaklega við um skurðgoðadýrkun. Af þeim sökum tilbiðja þeir ekki Múhameð, því hann er ekki guðlegur, og þeir birta aldrei myndir af honum. Fyrir múslimum eru myndir af Múhameð og tilbeiðsla á þeim það sama og skurðgoðadýrkun.