Hindúatrú á Íslandi

Hindúatrú / Saga hindúatrúar / Hindúatrú á Íslandi

Sækja pdf-skjal

 

Hindúatrú á Íslandi Nokkrir hindúar eru búsettir á Íslandi. Flestir eru fólk sem hefur flust frá Indlandi eða öðrum löndum í Suður-Asíu þar sem hindúatrú er algeng. Ekkert formlegt trúfélag hindúa er þó starfrækt á landinu.

Hinsvegar eru starfandi hér nokkur félög sem sækja hugmyndir sínar til hindúatrúar t.d. Sri Chinmoy miðstöðin, Ananda Marga, Íslenska íhugunarfélagið og Lífspekifélagið. Hinar ýmsu gerðir jóga eru einnig sífellt að verða vinsælli leið til að styrkja líkama og sál og margar líkamsræktarmiðstöðvar bjóða upp á einhverjar tegundir af jógaþjálfun.