Skráning upplýsinga eykst stöðugt
án þess að fólk geri sér grein fyrir
því. Eitt dæmi er þegar þú
átt rafræn samskipti við aðra, heimsækir
heimasíður eða skrifar einhverjum rafrænan
póst. Hægt er að rekja samskiptin á sama
hátt og hægt er að nota hlerunarbúnað
og hlusta á samtöl og ,,stela upplýsingum."
Mörg fyrirtæki bjóða upp
á beintengda (online) rafræna þjónustu,
þar sem þú getur pantað vörur og þjónustur,
borgað reikninga, náð þér í tónlist
og óendanlega margt fleira. Fyrirtæki og stofnanir
sem bjóða upp á beintengda rafræna þjónustu
hafa möguleika á að halda skrá yfir alla
sem heimsækja heimasíður þeirra - og þar
með skapast ákveðin áhætta á
misnotkun upplýsinganna.
Óumbeðnar
auglýsingar
Anna og Haraldur eiga barnabarn sem keppir á skíðum
og snjóbrettum. Barnabarnið þeirra, Guðjón,
á afmæli í næsta mánuði. Gömlu
hjónin hafa verið að ræða um hvað sé
nú hægt að gefa honumí afmælisgjöf,
þau eru ekki mjög fjáð og þar að
auki vita þau ekkert hverju unga fólkið nú
á dögum hefur áhuga á. Í fyrra
prjónaði Anna peysu handa Guðjóni, og þar
áður húfu. Þau hafa á tilfinningunni
að honum hafi ekki líkað gjafirnar - alla vega hafa
þau hvorki séð hann skarta húfunni né
peysunni. Í gær fengu þau auglýsingahefti
í póstkassann sinn, en í því var
mikið af spennandi tilboðum, meðal annars á skíðabúnaði.
Haraldur og Anna halda að barnabarnið kunni að hafa
áhuga á einhverju sem þar er auglýst
og því fyllir Haraldur út miða sem fylgdi
auglýsingabæklingnum, sendir til fyrirtækisins
og biður um nánari upplýsingar um vörur fyrirtækisins.
Viku seinna fær Haraldur stóran
bækling með upplýsingum um skíðavörur
og skíðafatnað. Önnu og Haraldi finnst verðið
allt of hátt þannig að þau panta ekkert,
ákveða að gefa Guðjóni bara púsluspil
að þessu sinni. Nokkrum mánuðum síðar
fær Haraldur bréf frá ferðaskrifstofu með
tilboði um skíðaferð til Austurríkis.
Bréfið vakti undrun Haraldar og Önnu, því
það var stílað á nafn Haraldar. Hvernig
stóð á því að ferðaskrifstofan
hafði nafnið hans undir höndum? Haraldur verður
mjög upp með sér yfir því að þekkt
fyrirtæki skuli vera að skrifa honum persónulegt
bréf með sérstöku tilboði. Hann vill
strax panta ferðina fyrir þau Önnu, þó
svo að þau hafi hvorki farið til útlanda né
staðið á skíðum. Með miklum herkjum
og fortölum tekst Önnu að fá Harald ofan af
hugmyndinni.
Upplýsingar - mikilvægasta
vara upplýsingasamfélagsins
Upplýsingar eru verðmæt
verslunarvara og mörg fyrirtæki sérhæfa
sig í að versla með heimilisföng á ólíkum
hópum fólks. Fyrirtækin beita ýmsum aðferðum
við upplýsingasöfnunina og selja þær
síðan áfram til annarra fyrirtækja sem hafa
áhuga á að nálgast ákveðna hópa
viðskiptavina.
Um leið og fyrirtæki er komið með
lista (gagnabanka) yfir hugsanlega viðskiptavini, sendir það
einstaklingunum á listanum bréf sem lítur út
fyrir að vera skrifað persónulega til móttakanda.
Margir viðskiptavinir verða svo upp með sér yfir
að fyrirtæki úti í bæ skuli skrifa
þeim persónulega að þeir falla í freistni
og kaupa vöruna eða þjónustuna sem verið
er að bjóða.
Kostir og gallar við skráningu
Ýmsir kostir fylgja rafrænni
skráningu. Samskipti ganga hraðar fyrir sig og þú
getur, með því að skrá þig hjá
fyrirtækjum á Netinu fengið nýjustu upplýsingarnar
á áhugasviðum þínum. Ef þú
hefur til dæmis einhvern tíma keypt vöru á
Netinu (t.d. geisladisk eða bók) er líklegt að
fyrirtækið sendi þér upplýsingar um
nýjar vörur tengdum þeim sem þú pantaðir.
Þetta hefur þann kost í för með sér
að þú þarft ekki að leita sjálf(ur)
eftir nýjum vörum, en gallinn er sá að þú
getur fengið mikið af upplýsingum um vörur og
þjónustu sem þú kærir þig
ekkert um.
Mörgum finnst samkeyrsla upplýsinga
hins vegar vera ógnvekjandi. Ef lögregluskýrslur
eða sjúkraskýrslur eru til dæmis keyrðar
saman við aðra gagnabanka, gætu framtíðarhorfur
þínar breyst til hins verra. Við skulum skoða
dæmi:
Sigríði langar til að skipta
um starf og gerast flugfreyja. Hún sér auglýsingu
í blaði og ákveður að sækja um.
Hún hefur samt smá áhyggjur vegna þess
að spurt er um hvort hún hafi hreint sakavottorð.
Í fyrra fór hún ásamt saumaklúbbnum
sínum í innkaupaferð til útlanda - en þeirri
ferð vill hún helst gleyma. Hún fékk sér
aðeins of mikið að drekka í vélinni á
leiðinni heim og þegar tollvörðurinn í
flugstöðinni vildi fá að skoða farangurinn
hennar, neitaði hún því. Hún ætlaði
sko ekki að láta hann hirða af sér allar jólagjafirnar
og vínið sem hún var búin að kaupa.
Málið endaði með því að hún
beit tollvörðinn í átökum og var kærð
fyrir atvikið. Ef fyrirtæki sem hún er að sækja
um vinnu hjá kæmist í gangabanka lögreglunnar
gæti það haft afleiðingar fyrir starfsumsókn
hennar.
Aðgangur að gagnagrunnum gefur mikil
völd og því er mikilvægt að þeir
sem hafa aðgang að grunnunum séu vandanum vaxnir.
Í gangagrunnum geta verið viðkvæmar upplýsingar
sem þú vilt ekki að hver sem er geti skoðað.
Yfirleitt fá ekki aðrir en þeir sem njóta
fyllsta trúnaðar aðgagn að opinberum gagnagrunnum.
Þegar tæknin
undirokar
Það er ekkert nýtt við að fólk óttist
nýja tækni. Margir rithöfundar hafa skrifað
skáldsögur um jákvæðar og neikvæðar
hliðar tæknisamfélaga. Einn þeirra var rithöfundurinn
George Orwell (1903-1950) sem árið 1948 skrifaði
skáldsöguna 1984. Skáldsagan fjallar um einræðisríki
í framtíðinni, þar sem valdhafarnir nota
nútímatækni til að fylgjast með þegnunum
allan sólarhringinn, heilaþvo þá og kúga.
Í umræðunni um rafræna skráningu og
eftirlit nú á dögum er oft skírskotað
til sögunnar og sagt: ,,Big Brother is watching you" eða
stóribróðir (ríkið) fylgist með
þér.
|