Verkefni:
verkefni 1
Verkefni 2

Ítarefni:
Áhrif fjölmiðla
Breytingar á ...
Einkatölvan
Er fylgst með okkur?
Fjölmiðlar
Fréttir og viðmið
Fréttir segja ...
Í fréttum er ...
Gagnvirkni og
sýndarveruleiki

Hvað er frétt?
Netið
Notkun upplýsinga
Sigur tölvunnar
Skráning og
notkun upplýsinga

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
XUpplýsingasamfélagið
  Einkatölvan
 

Fyrir um það bil 20 árum síðan fóru fyrstu einkatölvurnar að birtast á markaðnum. Nú er svo komið að varla finnst íslenskt heimili sem ekki hefur yfir að ráða að minnsta kosti einni tölvu. Samtímis hefur tölvuforritum ætluðum almenningi (en ekki bara fyrirtækjum) stórfjölgað.

Alls eru 83,6% með aðgang að tölvu. Flestir eru með aðgang á heimili, 46% eru með aðgang að tölvu í vinnu og rúmlega 18% eru með aðgang í skóla. Lestu nánar um þessa könnun á vef stjórnarráðsins.

Heimild: PricewaterhouseCoopers, 2000.

Tölva á hvert skrifborð
Bill Gates, stofnandi bandaríska tölvuheimsveldisins Microsoft átti sér eitt sinn þá draumsýn að í framtíðinni yrði ,,tölva á hverju skrifborði", sem þótti afar fjarlægur draumur. Bill Gates er lifandi dæmi um ,,bandaríska drauminn." Honum tókst að vinna sig upp úr engu og verða ríkasti maður veraldar.
Þegar sem unglingur fór Bill að vinna við tölvur. Árið 1981 bjó hann til forrit fyrir nýja gerð tölva sem IBM var að þróa. Hjólin tóku að snúast hratt, í byrjun unnu örfáir starfsmenn hjá fyrirtæki Bills Microsoft, en á 12 árum síðar var starfsmannafjöldinn orðinn 15.000. Nú á dögum er fyrirtæki hans það voldugasta í tölvuheiminum og það eru fleiri en samkeppnisaðilar hans sem hafa áhyggjur af þeirri þróun vegna þess að tölvufyrirtæki sem er nær allsráðandi á markaði hefur mikil völd.

Tölvuleikir hafa alltaf verið vinsælt umræðuefni og sitt sýnist hvorum um ágæti þeirra. Civilization eða Sim City eru dæmi um þroskandi tölvuleiki.

Leikirnir snúast um að byggja upp ný samfélög frá grunni - og í leiknum er þér gefinn kostur á að þróa samfélögin í ýmsar áttir. Þessir tveir leikir krefjast hugsunar, en til eru fjölmargir aðrir tölvuleikir á markaði, sem eru lítið annað en tímasóun. Margir eru þeirrar skoðunar að tölvuleikir séu léleg nýting á tíma, sérstaklega vegna þess að notandinn situr einn fyrir framan tölvuna. Sumir halda því meira að segja fram að börn sem eru of mikið í tölvuleikjum, verði einræn og þumbaraleg, þau sitji óvirk fyrir framan skjáinn og kunna ekki að leika sér við önnur börn.

Þetta er ekki alls kostar rétt því í ljós hefur komið að börn spila tölvuleiki oft saman. Eins er rétt að benda á að margir tölvuleikir þjálfa börn í að vinna með tölvur sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni.