Margrét hefur mikið dálæti
á Netinu, henni finnst það skemmtilegt og nytsamlegt.
Stundum situr hún marga tíma á dag fyrir framan
skjáinn og skoðar heimasíður fjölmiðla,
fyrirtækja og einstaklinga. Skemmtilegast finnst henni að
taka þátt í umræðum á Netinu
og þannig hefur hún eignast fjölmarga vini erlendis,
vini sem hún hefur aldrei séð en þekkir
samt innstu leyndarmál þeirra.
Alheimsþorpið
Netið gefur þér möguleika
á nánum samskiptum við fólk um allan heim
og tilfinning fyrir landfræðilegri fjarlægt hverfur.
Þér finnst þú vera hluti af alheimsþorpi
vegna þess að þú færð þá
tilfinningu að þekkja alla aðra sem þú
,,hittir" reglulega á Netinu (spjallrásinni)
og ræðir við um allt milli himins og jarðar.
Aldrei fyrr hefur fólk getað miðlað
upplýsingum og haft samskipti um langan veg á jafn
auðveldan hátt. En eiga allir jafn auðvelt með
að taka þátt í upplýsingabyltingunni?
Svarið er nei. Hér á landi er fjöldi fólks
sem ekki kann á þessa nýju tækni. Eins
og áður hefur komið fram hafa margir áhyggjur
af því að þessir einstaklingar verði
útundan í samfélaginu. Enn ljósari verður
munurinn ef við skoðum heiminn sem heild. Margir halda að
fátækustu ríki verandar munu dragast aftur úr
miðað við ríkari þjóðir heims.
Þótt Netið og Netnotkun hafi
á örfáum árum vaxið hraðar en
nokkuð annað fjarskiptakerfi hefur áður gert,
er þróunin örust í ríkari löndum
heims. Í fátækari löndum heims eru mörg
vandamál sem koma í veg fyrir þátttöku
til dæmis eru símakerfi lélegt og fáar
símalínur, sérstaklega þegar komið
er út fyrir þéttbýlustu svæði
fátæku landanna. Annað vandamál er að
rafmagn er oft dýrt og getur verið mjög óstöðugt
í fátækum löndum, en það fer
mjög illa með viðkvæman tæknibúnað
og símakerfi. Einnig getur biðtími eftir símatengingum
verið óhemjulangur, á Indlandi er ekki óalgengt
að fólk þurfi að bíða í sjö
ár eftir tengingu. Hvergi annars staðar í heiminum
eru heldur seldar fleiri ritvélar (ekki rafmagns) en þar
vegna óstöðugs rafmagns.
Enn eitt vandamál er að milljónir
manna í fátækum löndum kunna ekki að
lesa eða skrifa og eru þar með útilokaðir
frá að nota upplýsingatæknina. Þessi
hópur hefur ekki vanist tækni af þessari gerð,
til dæmis hefur helmingur mannkyns aldrei hringt úr
síma.
Veraldarvefurinn
- Netið
Hugtakið veraldarvefur er skilgreint sem þéttofið
net miðlara um allan heim sem veita í sameiningu aðgang
að ógrynni upplýsinga á margmiðlunarformi
þar sem texti, kyrrmyndir, hreyfimyndir og hljóð
spila saman á heildstæðan hátt. Þessar
upplýsingar er svo hægt að kynna sér á
tölvu notanda með viðeigandi hugbúnaði (World
Wide Web). Allir sem hafa aðgagn að tölvu, símalínu
og mótaldi geta komist í bein tengsl við aðra
sem eru á Netinu. Til eru ýmsar samskiptaleiðir
fyrir Netverja (þá sem nota Netið). Algengasta
samskiptaformið er líklega tölvupóstur, en
þar geta menn meðal annars sent texta, forrit, myndir,
hreyfimyndir og hljóð sín á milli. Þar
fyrir utan eru til mörg þúsund fréttahópar
(newsgroup) þar sem þú getur fylgst með og
tekið þátt í umræðum um ólíklegustu
málefni.
Heimild: Heimild: PricewaterhouseCoopers,
2000
http://brunnur.stjr.is/interpro/for/for.nsf/pages/wpp0181
UT - upplýsingatækni
UT er skammstöfun fyrir upplýsingatækni
sem notuð er um upplýsingar sem birtast á rafrænu
formi. Textavarpið er eitt dæmi af mörgum aðferðum
til að birta rafrænar upplýsingar. Ef við höfum
aðgang að tölvu sem Nettengd er einnig hægt að
nota hana til að sækja rafrænar upplýsingar.
Nettengdar tölvur eru mjög mikilvægar í allri
upplýsingaleit. Á Netinu er víða að
finna upplýsingar, sem nýtast við ýmis
konar verkefnavinnu. Þú getur til dæmis byrjað
á að heimsækja heimasíðu
Skólatorgsins, skolatorg.is.
Á fjölmörgum íslenskum
og innlendum heimasíðum er hægt að finna áhugaverðar
og góðar upplýsingar, en það finnst
líka jafn mikið af heimasíðum sem eru lélegar
og innihalda villandi eða rangar upplýsingar. Heimasíður
margra einstaklinga eru ekki eins traustar og heimasíður
þekktra fyrirtækja eða stofnana og nýtast
því illa sem heimildir. Heimasíða
Hagstofu Íslands hagstofa.is er dæmi um góða
síðu þar sem þú getur fundið gagnlegar
upplýsingar um land og þjóð (oftast sem
töflur eða línurit).
Þú getur líka skoðað
heimasíður
íslenskra skóla en margir hafa lagt mikla vinnu
í að safna saman gagnlegum upplýsingum um margvísleg
áhugaverð efni.
Þegar bandaríski herinn
fékk hugmynd
Á tímum kalda stríðsins
- þegar Bandaríkin og Sovétríkin börðust
um völd og áhrif eftir seinni heimsstyrjöld - hóf
bandaríski herinn að þróa netkerfi sem síðar
varð að Internetinu.
Hugmyndin að baki Netinu var að búa til samskiptakerfi
sem myndi ekki hrynja ef kæmi til kjarnorkuárásar.
Allir hlutar samskiptakerfisins áttu að vera jafn mikilvægir,
þannig að þó einhver hluti kerfisins myndi
eyðileggjast væru hinir hlutarnir enn starfhæfir.
Lýsingin hér að ofan á einnig við um
Netið eins og það er nú, sem hægt er
að líkja við risavaxið fiskinet: Það
eyðileggst ekki þótt einn möskvinn skemmist.
Enginn einn einstaklingur eða fyrirtæki geta stýrt
Netinu og þess vegna er nánast útilokað
að segja nákvæmlega til um hversu margir nota það.
Nú er talið að notendurnir séu á milli
150-200 milljónir manna um allan heim.
|