Verkefni:
verkefni 1
Verkefni 2

Ítarefni:
Áhrif fjölmiðla
Breytingar á ...
Einkatölvan
Er fylgst með okkur?
Fjölmiðlar
Fréttir og viðmið
Fréttir segja ...
Í fréttum er ...
Gagnvirkni og
sýndarveruleiki

Hvað er frétt?
Netið
Notkun upplýsinga
Sigur tölvunnar
Skráning og
notkun upplýsinga

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
XUpplýsingasamfélagið
  Fréttir og fréttaviðmið
 

Frétt er skilgreind sem eitthvað nýtt, eitthvað sem við höfum ekki heyrt áður. Samt er erfitt að gefa nákvæma skilgreiningu á hvað verður að frétt í fjölmiðlum. Bandaríski blaðamaðurinn Walter Lippman (um 1930) reyndi fyrstur að útskýra hvað ylli því að atburður breyttist í frétt. Hans skoðun var að það skipti mestu máli hvaða áhrif fréttamaðurinn teldi að atburðurinn hefði á lesendur. Til að frétt geti kallast frétt verður hún að kalla fram tilfinningar hjá neytendum og þeir verða að geta lifað sig inn í aðstæðurnar. Þú verður að geta fundið til með þeim sem fréttin fjallar um.

Í FRÉTTUM VAR ÞETTA HELST

Átján drepnir í Beirút,
hörð átök í Írak
fjöldamorð í El Salvadór
óeirðir í Soweto
BÍLSTJÓRI SOFNAÐI UNDIR STðRI
Á hverri sekúndu deyr eitt barn
úr hungri
stríðsátökum
Á hverri sekúndu
gleymist eitt barn
vegna nísku
hugleysis
sljóleika
tómlætis
Og næst eru veðurfregnir

Mikael Godø

Hvað lest þú út úr textanum?

Oft eru nefnd fjögur atriði sem auka líkur á að um frétt sé að ræða:
  1. Ferskleiki. Fjölmiðlar keppast við að vera fyrstir með fréttirnar. Því nýrri eða ferskari sem atburðurinn er þeim mun meiri líkur eru á að hægt sé að flokka hann sem frétt. Fréttatilkynning verður að segja frá einhverju sem hefur gerst nýlega. Atburðir sem gerðust fyrir mánuði síðan hafa yfirleitt misst fréttagildi sitt.
  2. Átök og spenna. Spennandi eða óhugnanlegir atburðir ná frekar athygli okkar. Því meiri spenna þeim mun meiri líkur eru á að atburðurinn verði frétt. Flestir hafa áhuga á að fylgjast með stríðum, náttúruhamförum, glæpum og hneykslismálum. Jafnvægi skapar engar fyrirsagnir - og því vekja átök mun meiri eftirtekt en ríkjandi friður. Það sem barist er um er alltaf í brennidepli fjölmiðla.
  3. Nálægð.
    Landfræðileg nálægð: Atburður fær meira fréttagildi ef hann gerist landfræðilega nálægt okkur. Við höfum meiri áhuga á fréttum um slys á Íslandi en um slys á Indlandi. Við fáum mun fleiri fréttir frá Vesturlöndum en Afríku eða Mið-Ameríku.
    Andleg nálægð: Atburður getur líka verið andlega nálægt okkur. Þú hefur meiri áhuga á að fá fréttir af þekktum einstaklingum en óþekktum, hvort sem um innlendan eða erlendan aðila er að ræða.
  4. Óvanalegt. Þegar læða gýtur kettlingum er það frétt fyrir eigandann en fáa aðra. Ef læðan hefði hins vegar eignast afkvæmi með kanínu væri það stórfrétt. Sexburafæðingar eru líka meiri fréttaviðburður en venjulegar fæðingar.

Einkennin sem lýst er hér kallast fréttaviðmið. Þau eru ekki algildar reglur um hvaða atburður nái að kallast frétt og hver ekki. Fréttaviðmið eru einnig misjöfn eftir fjölmiðlum eða fréttamönnum. Skoðaðu til dæmis fréttaflutning sjónvarpsstöðvanna hér á landi og berðu fréttaefnin saman. Var mikill munur á hvers konar fréttir sjónvarpsstöðvarnar fjölluðu um?

Sjá einnig svar við spurningunni um hvað sé frétt.