Verkefni:
verkefni 1
Verkefni 2

Ítarefni:
Áhrif fjölmiðla
Breytingar á ...
Einkatölvan
Er fylgst með okkur?
Fjölmiðlar
Fréttir og viðmið
Fréttir segja ...
Í fréttum er ...
Gagnvirkni og
sýndarveruleiki

Hvað er frétt?
Netið
Notkun upplýsinga
Sigur tölvunnar
Skráning og
notkun upplýsinga

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
XUpplýsingasamfélagið
  Sigur tölvunnar
 
Ár Hér verður stiklað á stóru í sögu tölvunnar
1900 TÖLVA ER AÐEINS HUGARLEIKFIMI. Í upphafi aldarinnar eru fyrstu reiknivélarnar að ryðja sér til rúms. Komnar eru fram fyrstu hugmyndir um gerð tölvu en nauðsynleg tækni er ekki enn til staðar.
1906 FYRSTU LAMPARNIR. Lee de Forrest finnur upp útvarps-lampann, sem í fyrstu er einungis notaður í útvarpstæki. Síðar eru lampar notaðir í fyrstu tölvuna. Með því að snúa við rafhleðslu þeirra má framkvæma útreikninga.
1919 1 OG 0. Eccles og Jordan tekst að hagnýta rafstraum þannig að skynja megi annan tveggja möguleika, kveikt eða slökkt. Þetta verður undirstaðan í öllum tvíundarkerfum, en svo nefnist það talnakerfi sem einungis notar tölurnar 1 og 0. Tvíundarkerfi er að finna í öllum tölvubúnaði.
1936 STÆRÐFRÆÐILEG SÖNNUN. Í bókinni ,,Um reiknanlegar tölur", setur Alan M. Turing fram stærðfræðilega sönnun þess að unnt sé að byggja tölvu sem sé fær um að leysa hverja þá stærðfræðiþraut sem sé skýrt afmörkuð.
1942 REIKNIVÉL. Atansoff og Berry byggja fyrstu reiknivélina sem nýtir útvarpslampa.
1947 FYRSTU SMÁRARNIR. Smárar (transistorar) leysa útvarpslampa af hólmi. Þeir voru bæði öruggari og minni um sig.
1956 MINNI. IBM setur harða diskinn á markað og þá fyrst öðlast tölvan loks varanlegt minni. Geymslurými þessa fyrsta disks er 5Mb. Það svarar nú til ríflega þriggja smádiska.
1958 SAMRÁSIN. Jack Kilby kemur fram með samrásina, það er heildstæða rafræna hringrás. Þetta varð undirstaða örflögunnar.
1954 Á ÓGNARHRAÐA. Noyce, Moore og Grove stofna fyrirtækið Intel sem er í fararbroddi í örflögugerð.
1981 FYRSTI ,,PÉSINN." IBM sendir frá sér fyrstu PC tölvuna.
1982 Hljómdiskurinn. Sony og Philips setja hljómdisk á markað. Þá er uppfinningin að verða tuttugu ára, en það er fyrst nú sem hún slær í gegn.
1984 SÝNDARVERULEIKI. Rithöfundurinn William Gibson verður fyrstur til að orða hugtakið ,,sýndar-veruleiki" í skáldsögu. Sýndarveruleikinn er einungis til í tölvuheiminum en þar má líka sprengja alla ramma hins hefðbundna veruleika.
1985 NÝTT STÖÐUTÁKN. Toshiba kemur fram með fyrstu raunverulegu nothæfu tölvuna TC1100.
1986 VÍRUS Í UMFERÐ. Fyrsti tölvuvírusinn ,,Brain" eða heili fer í umferð. Eftir því sem seinna átti eftir að gerast var vírusinn ekki mjög skaðlegur.
1991 TÖLVU-HUGSUÐURINN. Alþjóðlega tæknifræðistofnunin verðlaunar Grace Murray Hopper en hún er ein af fáum konum sem skapað hefur sér nafn vegna nýjunga í tölvuþróuninni. Hopper fann meðal annars upp forritunar-málið COBOL.
1994 MÚSIN SKAÐVALDUR. Tölur frá bandaríska Vinnueftirlitinu sýna að tölvumýs eru alvarlegur skaðvaldur í atvinnulífinu. Svo algengir eru áverkar af völdum músanna að farið er að tala um ,,músarhandlegg".
1999 TÖLVAN HEFUR BREYTT ÖLLU. Tölvan er sú uppfinning sem á skemmstum tíma hefur valdið mestum breytingum. Örflaga á stærð við fingurnögl er nú fullt eins öflug og tölva sem fyrir hálfri öld lagði undir sig heilan leikfimisal - og nýtist þar af leiðandi miklu betur.
2005 HIMNASÆLA Á HEIMILI. Fyrstu forritanlegu hreingerningstækin til heimabrúks verða tilbúin á markað. Sjónvarp verður líka orðið fullkomlega stafrænt og við getum horft á það sem við viljum, þegar við viljum.
2015 PRÓTEIN-TÖLVUR. Haldi þróun tölvutækninnar áfram á sama hraða nást endamörk þessa vaxtar um 2015. Þá verður ekki hægt að koma fleiri smárum á hverja örflögu. Þá er hugsanlegt að farið verði að þróa annan valkost og það gætu orðið lífrænar tölvur sem fengju afl úr próteinum.
2020 TÖLVUSTÝRÐ HEIMILI. Heimilin verða nú orðin algjörlega tölvustýrð. Á því herrans ári 2020 verða öll tæki sem nota rafmagn búin tölvukubb. Allir hlutar á heimilinu verða samtengdir í innbyrðis heimilisnet og við getum fylgst með því og stjórnað af vinnustað. Það verða alsjálfvirkar vélar sem þvo þvottinn og gera innkaupin.
2040 BURT MEÐ PENINGANA. Um 2040 hverfa seðlar og mynt endanlega úr umferð. Nú verður rafeindafé eini gjaldmiðillinn.
2060 DRAUMAFRÍ. Sumarleyfisferðir verður unnt að fara í sýndarveruleika kringum 2060. Þá nægir að stíga inn í sýndarveruleikann þar sem búið hefur verið til fullkomið afrit af vinsælum ferðamannastöðum - eða við getum sjálf skapað nýja.
2100 ENGI ÞÖRF FYRIR FÓLK. Árið 2100 verður tölvutæknin orðin svo fullkomin að í raun og veru verður ekki lengur nein þörf fyrir fólk. Þótt mannkynið gengi fyrir ætternisstapann, gætu tölvurnar lifað af og meira að segja haldið áfram að þróast og endurbæta tæknina.

Heimild: Lifandi vísindi nr. 6. 1999