

Skali 3B
76
Samsettar líkur, margir atburðir
5.50
Friðrik og Kristján ætla á fótboltaleik í nágrannasveitarfélagi ef foreldrar
þeirra samþykkja það og ef það verður ekki rigning. Líkur á rigningu eru
30% og líkur á að foreldrarnir segi nei eru 20%.
Hve miklar líkur eru á að þeir fari á fótboltaleikinn?
5.51
Í ágúst eitt árið voru líkurnar á rigningardegi í Vík í Mýrdal 0,9
og tvo af þrjátíu dögum var hitinn yfir 20 stig.
Hvaða líkur eru á að það hafi verið þurrviðri einn heilan dag
og að hitinn hafi jafnframt verið yfir 20 stig?
5.52
Þú átt 100 miða í happdrætti og það eru vinningar á tveimur þeirra.
a
Hve miklar líkur eru á að draga báða vinningsmiðana hvern á eftir
öðrum?
b
Hve miklar líkur eru á að draga ekki neinn vinningsmiða í tveimur
dráttum?
5.53
Í Lúdó eru reglurnar þannig að þú verður rekinn til baka á byrjunarreit
ef mótleikari þinn lendir á reitnum þar sem þú ert með þitt peð.
Leikmaður sem fær sexu má kasta aftur.
a
Hve miklar líkur eru á að leikmaður reki þig á byrjunarreit í
næstu umferð ef hans peð er fjórum skrefum fyrir aftan þig?
b
Hve miklar líkur eru á að leikmaður reki þig á byrjunarreit í
næstu umferð ef hans peð er tíu skrefum fyrir aftan þig?
5.54
Þú ert með 10-hliða verpil og 20-hliða verpil. Hvaða líkur eru á að fá
5 upp á báðum verplum í sama kasti?
5.55
Tveir strákar setja upp krabbagildrur. Að meðaltali fá þeir krabba í tvær
af fimm gildrum á dag. Líkurnar á að fá humar í gildrurnar eru 0,05.
a
Hve miklar líkur eru á að fá bæði humar og krabba í gildrurnar
einhvern dag, valinn af handahófi?
b
Hve miklar líkur eru á að fá humar í gildrurnar þrjá daga í röð?