

Skali 3B
78
5.60
Þú átt pennaveski með átta mismunandi trélitum. Þú sérð ekki inn
í pennaveskið þegar þú dregur út trélit. Eftir að þú ert búin(n) að
nota hann skilar þú honum aftur í pennaveskið áður en þú tekur þér
nýjan trélit.
a
Hve miklar líkur eru á að þú dragir rauða trélitinn tvisvar í röð?
b
Hve miklar líkur eru á að þú dragir fyrst gulan og svo bláan lit?
c
Hve miklar líkur eru á að draga ekki gula litinn í þremur dráttum
í röð?
d
Hver er andstæði atburðurinn við að draga gula litinn tvisvar í röð?
Hve miklar líkur eru á andstæða atburðinum?
5.61
Á landsliðsfundi í fótbolta eru 18 leikmenn valdir úr. Fimm hafa alist upp
í Val, þrír í FH, þrír í KR, tveir í Þrótti, fjórir í KA og einn í Víkingi.
a
Það verða 11 leikmenn sem hefja leikinn á vellinum. Hve miklar líkur
eru á að báðir leikmennirnir í Þrótti verði í byrjunarliðinu?
b
Hve miklar líkur eru á að hvorugur leikmaðurinn úr Þrótti verði í
byrjunarliðinu?
c
Búðu til tvö líkindaverkefni um upplýsingarnar í dæminu. Leystu þitt
eigið verkefni og finndu svarið. Fáðu verkefni frá öðrum nemanda og
gefðu honum þín verkefni til að leysa.
5.62
Spilið saman tvö og tvö. Skrifið tölurnar frá 1 til 4 á fjóra miða.
Snúið miðunum við og dragið tvo miða af handahófi. Annar vinnur
ef summan er slétt tala, hinn vinnur ef summan er oddatala.
a
Er um jafnar líkur að ræða?
b
Ræddu við annan nemanda í bekknum. Finnið hvaða miða þið getið skipt
út til að fá sanngjarnt spil með jöfnum líkum á oddatölu og sléttri tölu.
5.63
Þrjár gular og tvær rauðar kúlur liggja í skál. Þú lokar augunum og dregur
tvær kúlur af handahófi.
a
Hve miklar líkur eru á að draga báðar rauðu kúlurnar?
b
Útskýrðu hvað sé líklegast að draga: tvær rauðar kúlur,
eina kúlu af hvorum lit eða tvær gular kúlur.