Previous Page  79 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 79 / 92 Next Page
Page Background

5.56

Þú dregur af handahófi tvær kúlur úr poka með færri en tíu kúlum í.

Í pokanum er viss fjöldi af gulum og bláum kúlum. Líkurnar á að draga tvær

gular kúlur eru sexfaldar líkurnar á að draga tvær bláar kúlur.

Þar að auki eru líkurnar á að draga eina kúlu í hvorum lit áttfaldar líkurnar

á að draga tvær bláar kúlur.

Prófaðu þig áfram. Hve margar gular og hve margar bláar kúlur eru í

pokanum?

5.57

Kennari í bekk með 30 nemendum biður nemendur um að skrifa niður

leynilega tölu milli 1 og 225.

a

Er líklegt eða ólíklegt að allir nemendurnir hafi skrifað mismunandi

tölur?

b

Prófaðu þetta í þínum bekk.

c

Notaðu töflureikni og útbúðu hermun um þetta efni.

5.58

Frægt líkindareikningsdæmi er „afmælisdagadæmið“. Hve margt fólk heldur

þú að þurfi að vera í sama herbergi til þess að líkurnar á að tveir eigi sama

afmælisdag séu meiri en 50%?

5.59

Í Lego-keppni eru tuttugu lið og átta mismunandi verðlaun.

a

Hve miklar líkur eru á að liðið „Sigurvegararnir“ vinni ekki fyrstu

verðlaunin sem veitt verða?

b

Hve miklar líkur eru á að „Sigurvegararnir“ vinni engin verðlaun?

c

Hve miklar líkur eru á að „Sigurvegararnir“ vinni að minnsta kosti ein

verðlaun?

77

Kafli 5 • Líkindareikningur