Previous Page  77 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 77 / 92 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkindareikningur

75

5.46

„Græn“ veðurspá (sjá dæmi 5.45) rætist í meira en 70% tilvika.

Útbúðu hermun með tíu-verpli eða tíu bréfmiðum.

a

Lýstu því hvernig hægt væri að framkvæma hermunina.

b

Framkvæmdu og skráðu tíu hermitilraunir. Hve margar þessara

veðurspáa munu líklega rætast?

c

Framkvæmdu hermun þar sem þú átt að finna hve líklegt

er að „græn“ veðurspá rætist þrjá daga í röð.

5.47

Settu ruslafötuna í bekkjarstofunni út á gólfið. Gangið fram saman,

tvö og tvö og staðnæmist um það bil 3 m frá ruslafötunni.

Vöðlið saman blaði í lítinn bolta og kastið til skiptis í ruslafötuna.

a

Kastið fyrst tíu og síðan tuttugu sinnum. Setjið upp í töflu

hvert um sig og skráið hve oft þið hittuð í fötuna.

b

Hvaða líkur, byggðar á þessari tilraun, eru á að þú hittir í ruslafötuna?

5.48

Um það bil 27% norskra kvenna fá krabbamein einhvern tímann í lífinu.

Útbúðu hermun um þetta með töflureikni eða með því að nota bréfmiða

í mismunandi litum í bolla eða skál.

a

Lýstu því hvernig hermunin virkar.

b

Framkvæmdu og skráðu niður 50 hermitilraunir. Hve margar

kvennanna munu líklega fá krabbamein samkvæmt þessu?

c

Um það bil 33% norskra karlmanna fá krabbamein einhvern tímann

í lífinu. Hvernig væri hægt að breyta hermuninni í a þannig að nota

megi hana fyrir hermitilraunir um karlmenn?

5.49

11% af mannfjöldanum á Íslandi er eldri en 67 ára en 20% eru yngri en

15 ára. Hermdu eftir því að draga út íbúa á Íslandi af handahófi með því að

nota töflureikni eða litaða miða. Þú átt að finna líkur á að draga fyrst út

íbúa eldri en 67 ára og síðan íbúa yngri en 15 ára.

a

Lýstu því hvernig hægt væri að framkvæma hermunina.

b

Framkvæmdu og skráðu niður 20 hermitilraunir. Hve margir af þessum

dráttum gefa þér fyrst íbúa eldri en 67 ára og síðan íbúa yngri en 15 ára?

c

Framkvæmdu hermun þar sem þú átt að finna líkur á að þú dragir út þrjá

íbúa yngri en 15 ára hvern á fætur öðrum. Hve marga drætti þarftu þá

að framkvæma?