

Skali 3B
82
A
A-snið
flokkur staðlaðrar pappírsstærðar þar sem hlutfallið milli lengri og styttri hliðar
pappírsins er ferningsrótin af 2
aðfella
bein lína sem graf falls nálgast; fjarlægðin milli línunnar og grafsins nálgast 0
afborgun
þegar lán er greitt til baka er lánsupphæðinni skipt í minni hluta sem kallast
afborganir
algebrísk lausn
samheiti yfir að leysa jöfnur með reikningi, til dæmis með innsetningar- eða
samlagningaraðferðinni
andstæðir atburðir
(fylliatburðir,
fyllimengi atburða)
tiltekinn atburður og andstæður atburður (fylliatburður) hans eru til samans
allir mögulegir atburðir. Atburður og andstæður atburður hans geta ekki gerst
samtímis. Summa líkinda fyrir atburðinn og andstæðan atburð hans er 1.
annars stigs fall
fall á forminu
f
(
x
) =
ax
2
+
bx
+
c
, þar sem
a
,
b
og
c
eru fastar (tölur)
og
x
er breyta;
a
er ekki 0
annars stigs jafna
jafna á forminu
ax
2
+
bx
+
c
= 0, þar sem
a
,
b
og c eru fastar,
b
og
c
geta verið
0 en
a
getur ekki verið 0
B
botnpunktur
punktur á grafi falls sem hefur lægra fallgildi en allir punktar í nágrenninu,
sama og lággildispunktur
bókhald
skráning allra tekna og gjalda á ákveðnu tímabili eftir að tekna hefur verið
aflað eða gjöldin greidd; einnig skráning eigna og skulda
breiðbogi
ferill breiðboga greinist í tvo aðskilda óendanlega hlutferla sem eru
spegilmyndir hvor annars; graf öfugs hlutfalls er dæmi um breiðboga
breytiþáttur
stærð sem notuð er til að reikna út hve mikið eitthvað hækkar eða lækkar t.d.
á ári; breytiþátturinn 1,12 merkir 12% aukningu á ári
brotabrot
almennt brot þar sem teljarinn eða nefnarinn eða bæði teljari og nefnari
innihalda almenn brot
brúttóflatarmál
flatarmálið í heild áður en einhver hluti af því fer í annað, til dæmis innréttingar
brúttólaun
laun áður en skattur og annar frádráttur er dreginn af
D
draga með skilum
í líkindareikningi: ef skilað er aftur í poka, kassa eða annað því sem dregið var
svo að aðstæðurnar verða eins og þær voru áður en dregið var; þetta kallast að
draga með skilum
dráttur
í líkindareikningi: að draga eitthvað af handahófi, t.d. kúlu, spilapening,
kubb eða annað úr safni slíkra hluta
Orðskýringar