Kafli 5 • Líkindareikningur
81
5.70
Vinnið saman í fjögurra til
fimm manna hópum.
Á sveitabæ er skipulagt „kúabingó“.
Jarðarskika er skipt í nokkra reiti.
Áhorfendur geta veðjað á reit og síðan
er kú sleppt inn á skikann. Allir bíða
spenntir þar til kýrin hefur skilið við sig
„kúadellu“. Sá sem hefur veðjað á reitinn
fær vinning. Hægt er að endurtaka
leikinn með fleiri kúm.
a
Útbúðu hermilíkan um hvernig þú
getur notað spil úr spilastokk til að
herma eftir „kúabingói“ á landskika
með mál eins og sýnd eru á myndinni.
b
Útbúðu hermilíkan sem lýsir upphæðum sem lagðar eru undir
og vinningslíkum á hverjum og einum reit þannig að
það verði sanngjarn leikur fyrir alla leikmennina
leikstjórnendur geti vænst að halda eftir í hagnað að minnsta
kosti 25% þess sem lagt er undir
c
Notið spilapeninga fyrir upphæðirnar sem lagðar eru undir og spilin fyrir
kýr. Spilið fimm umferðir með fimm leikendum í hverri umferð og metið
hvort hermilíkanið í a og b virki eins og áformað var.
40 m
A
B
C
D
20 m
30 m
15 m
60 m




