Previous Page  81 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 81 / 92 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkindareikningur

79

5.64

Tíu nemendur eiga möguleika á að vinna í skólakeppni þar sem eru

þrír vinningar: 1. vinningur er fótbolti, 2. vinningur er íþróttataska og

3. vinningur er bolur. Dregið er milli nemendanna um vinningana þrjá.

a

Hve miklar líkur eru á að Lína vinni 1. vinning,

Tinna 2. vinning og Ási 3. vinning?

b

Hve miklar líkur eru á að þessi þrjú vinni hvert sinn vinning?

5.65

Í spilastokk eru 52 spil með 13 spil í hverjum lit: hjarta,

tígli, spaða og laufi.

a

Þú átt að draga fimm spil og hefur þegar dregið

tvö lauf. Hve miklar líkur eru á að þú dragir þrjú

lauf í viðbót?

b

Þú hefur þrjú mannspil á hendi: kóng, drottningu

og gosa. Hve miklar líkur eru á að þú munir

draga tvö mannspil í viðbót?

c

Besta höndin sem þú getur fengið í póker er

háspilaröð. Háspilaröð þýðir að þú ert með fimm

hæstu spilin (ás, kóng, drottningu, gosa, tíu)

í sama lit, til dæmis í spaða.

Þú hefur dregið tvö spil og fengið spaðagosa og

spaðadrottningu. Hve miklar líkur eru á að þrjú

næstu spil sem þú dregur gefi þér háspilaröð?

5.66

Strákahópurinn er að borða pitsu en Þór er svolítið seinn. Þegar hann

kemur eru hinir búnir að borða en það eru margar pitsusneiðar eftir:

þrjár pitsusneiðar með pepperoni, tvær með nautahakki og fjórar með

skinku. Þór tekur sneið af handahófi.

a

Hve miklar líkur eru á að hann taki fyrst sneið með pepperoni

og síðan sneið með skinku?

b

Hve miklar líkur eru á að hann taki fyrst sneið með skinku,

svo aðra með skinku og síðast eina með nautahakki?

c

Þór borðar fjórar pitsusneiðar. Hve miklar líkur eru á að hann

af tilviljun borði bara sneiðarnar fjórar með skinku?