Previous Page  73 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 73 / 92 Next Page
Page Background

Kafli 5 • Líkindareikningur

71

Sanngjörn og ósanngjörn spil

5.38

Skoðið spilin á bls. 69 og ræðið.

a

Eru öll þrjú spilin sanngjörn? Af hverju, af hverju ekki?

b

Hve miklar líkur eru á að

A

og

B

hvor fyrir sig fái stig í hverju spili?

Notið líkindatré eða krosstöflu til útskýringar.

c

Getið þið breytt reglunum í ósanngjörnu spilunum þannig að þau verði

sanngjörn spil? Útskýrið hvernig.

5.39

Veltu fyrir þér spilinu

Þorir þú að taka áhættu

?

a

Með hvaða tölum er alveg öruggt að giska rétt þegar þú notar

sex hliða tening?

b

Hve miklar líkur eru á að þú giskir rétt þegar þú segir „upp“ og ert með

3 á sex hliða tening?

c

Hve miklar líkur eru á að þú giskir rétt þegar þú segir „niður“ og ert með

5 á sex hliða tening?

d

Hve miklar líkur eru á að þú giskir rétt í b og c ef þú ert með tíu hliða

verpil með tölunum 110?

5.40

Veltu fyrir þér spilinu

Þorir þú að taka taka áhættu

? þegar þú notar tíu

hliða verpil. Við gerum ráð fyrir að þú veljir það sem er líklegast hverju

sinni.

a

Hve miklar líkur eru á að þú giskir rétt í öll skiptin þegar þú færð tölurnar

þrjár: 8, 2 og 4?

b

Hve miklar líkur eru á að þú giskir rétt fimm sinnum í röð ef þú færð

eftirtaldar fimm tölur: 7, 3, 8, 2 og 6?

5.41

Marteinn er með venjulegan spilastokk. Hann segir við litla bróður sinn:

„Veldu spil. Ef þú velur mannspil færð þú tíu karamellur frá mér, en ef þú

dregur eitthvað annað, á ég að fá …“

Ljúktu við setninguna um hve margar karamellur Marteinn á að fá

frá litla bróður sínum til þess að spilið verði sanngjarnt.

5.42

Þið eigið að útbúa borðspil sem æfir ykkur í líkindahugtakinu.

a

Útbúið spjöld með spurningum fyrir borðspil um líkindi.

Skrifið svörin á bakhlið spurningaspjaldanna.

b

Hannið og útbúið borðspilið og reglur sem eiga við spjöldin í spilinu.

Spilið spilið.